BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson þekkir það vel að keppa í sundgreinum á alþjóðlegum stórmótum í CrossFit. @dxbfitnesschamp Íslandsmótið í CrossFit fer fram um helgina þar sem keppt er í opnum flokki karla og kvenna. CrossFit Ísland hefur verið að kynna keppnisgreinarnar í aðdraganda mótsins sem hefst í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira