Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Valur Páll Eiríksson skrifar 10. nóvember 2025 07:30 Fáir þekkja írska landsliðið betur en Liam Brady sem vonast til að Heimir fái lengri tíma með írska landsliðið þrátt fyrir misgóð úrslit. Vísir/Getty Goðsögn hjá írska landsliðinu segir verkefni Heimis Hallgrímssonar snúið vegna skorts á hæfileikum í írska hópnum. Hann vonast til að Heimir fái meiri tíma með liðið. Liam Brady var staddur hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins á dögunum. Hann er goðsögn hjá Lundúnaliðinu en spilaði einnig 75 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma sem leikmaður og var auk þess aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni sem þjálfaði Írland fyrr á þessari öld. Hann hefur einnig mikið fjallað um írska liðið í sjónvarpi síðustu ár og fylgst vel með öldudal undanfarinna ára. Aðspurður um álit á Heimi segist Brady lítast vel á Vestmannaeyinginn. „Hann er góður maður. Hann er mjög hreinskilinn um það sem hann hefur að segja en hann er ekki með góðan leikmannahóp í höndunum, er ég hræddur um. Það hefur verið svoleiðis undanfarinn áratug eða svo,“ segir Brady í samtali við íþróttadeild. Liam Brady var staddur hér á landi á dögunum. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarþjálfari landsliðsins um nokkurra ára skeið.Vísir/Bjarni „Ég vona að þeir haldi sig við hann. Það er alltaf erfitt að komast á HM fyrir land líkt og Írland. Það er ekki einfalt. En ég gerði mér vonir um að við myndum lenda í öðru sæti á eftir Portúgal á þessu ári og komast kannski í umspil. En það er útlit fyrir að það sé úr myndinni,“ „En ég vil að sambandið haldi sig við hann og leiði liðið í undankeppni EM. Það er auðveldara að komast í Evrópukeppnina,“ „Það eru margir ungir leikmenn í hópnum en ég er hræddur um að miðjan sé stórt vandamál fyrir hann. Við eigum enga miðjumenn í hæsta gæðaflokki. Þetta er lið í mótun og maðurinn þarf tíma,“ segir Brady. Leggja sig alla fram en eru ekki nógu góðir Það sé ekki skortur á því að leikmenn írska landsliðsins leggi sig fram en pressan er töluverð á Heimi. Einhverjir hafa ýjað að því að hann sé að berjast fyrir starfi sínu í komandi landsliðsglugga þar sem Írland mætir Portúgal og Ungverjalandi. Brady efast ekki um að leikmenn muni leggja sig alla fram en hefur þó áhyggjur af leikjunum. „Eitt sem ég vil segja um írsku leikmennina er að þeir leggja sig alltaf hundrað prósent fram. Það eru engar prímadonnur og þeir eru stoltir að klæðast græna búningnum. Það er ekki vandamál en vandamálið er gæði leikmannanna. Hann þarf einhvern veginn að skapa kerfi þar sem við náum árangri þótt það þýði að spila varnarleik eða slíkt.“ „En það væri gott að ná uppörvandi úrslitum fyrir hann. En sama hver úrslitin verða vil ég að hann verði áfram,“ segir Brady. Viðtalið má sjá í spilaranum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Írland Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Liam Brady var staddur hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins á dögunum. Hann er goðsögn hjá Lundúnaliðinu en spilaði einnig 75 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma sem leikmaður og var auk þess aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni sem þjálfaði Írland fyrr á þessari öld. Hann hefur einnig mikið fjallað um írska liðið í sjónvarpi síðustu ár og fylgst vel með öldudal undanfarinna ára. Aðspurður um álit á Heimi segist Brady lítast vel á Vestmannaeyinginn. „Hann er góður maður. Hann er mjög hreinskilinn um það sem hann hefur að segja en hann er ekki með góðan leikmannahóp í höndunum, er ég hræddur um. Það hefur verið svoleiðis undanfarinn áratug eða svo,“ segir Brady í samtali við íþróttadeild. Liam Brady var staddur hér á landi á dögunum. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarþjálfari landsliðsins um nokkurra ára skeið.Vísir/Bjarni „Ég vona að þeir haldi sig við hann. Það er alltaf erfitt að komast á HM fyrir land líkt og Írland. Það er ekki einfalt. En ég gerði mér vonir um að við myndum lenda í öðru sæti á eftir Portúgal á þessu ári og komast kannski í umspil. En það er útlit fyrir að það sé úr myndinni,“ „En ég vil að sambandið haldi sig við hann og leiði liðið í undankeppni EM. Það er auðveldara að komast í Evrópukeppnina,“ „Það eru margir ungir leikmenn í hópnum en ég er hræddur um að miðjan sé stórt vandamál fyrir hann. Við eigum enga miðjumenn í hæsta gæðaflokki. Þetta er lið í mótun og maðurinn þarf tíma,“ segir Brady. Leggja sig alla fram en eru ekki nógu góðir Það sé ekki skortur á því að leikmenn írska landsliðsins leggi sig fram en pressan er töluverð á Heimi. Einhverjir hafa ýjað að því að hann sé að berjast fyrir starfi sínu í komandi landsliðsglugga þar sem Írland mætir Portúgal og Ungverjalandi. Brady efast ekki um að leikmenn muni leggja sig alla fram en hefur þó áhyggjur af leikjunum. „Eitt sem ég vil segja um írsku leikmennina er að þeir leggja sig alltaf hundrað prósent fram. Það eru engar prímadonnur og þeir eru stoltir að klæðast græna búningnum. Það er ekki vandamál en vandamálið er gæði leikmannanna. Hann þarf einhvern veginn að skapa kerfi þar sem við náum árangri þótt það þýði að spila varnarleik eða slíkt.“ „En það væri gott að ná uppörvandi úrslitum fyrir hann. En sama hver úrslitin verða vil ég að hann verði áfram,“ segir Brady. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Írland Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00