Sport

Dag­skráin í dag: For­múla, frá­bærir leikir í enska og upp­gjör frægra í Doc Zone

Sindri Sverrisson skrifar
Matheus Cunha og félagar geta tyllt sér í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið, með sigri gegn Tottenham sem er í nákvæmlega sömu stöðu.
Matheus Cunha og félagar geta tyllt sér í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið, með sigri gegn Tottenham sem er í nákvæmlega sömu stöðu. Getty/James Gill

Það er svo sannarlega spennandi dagur á sportstöðvum Sýnar í dag þar sem enski boltinn og Formúla 1 verða áberandi. Í Doc Zone dagsins er svo athyglisvert uppgjör í körfubolta.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar Sýnar má sjá með því að smella hér.

Sýn Sport

Enski boltinn byrjar á afar áhugaverðum slag Tottenham og Manchester United klukkan 12:30. Eftir það tekur Doc Zone við, undir stjórn Hjörvars Hafliðasonar, þar sem fylgst er með öllum fótbolta en líka uppgjöri fjölmiðlamannanna Auðuns Blöndal og Gunnars Birgissonar á körfuboltavellinum.

Síðdegis reynir Sunderland að stöðva topplið Arsenal og um kvöldið er svo slagur Chelsea og Wolves. Öll mörk dagsins má svo sjá í Laugardagsmörkunum laust eftir klukkan 22.

Sýn Sport Viaplay

Formúla 1 verður áberandi í dag þar sem fram fer sprettkeppni í Brasilíu, klukkan 13:55, og svo tímataka sem hefst klukkan 17:45.

Sýn Sport Ísland

Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram með spennandi, þriðja kvöldi sem hefst klukkan 20. Handboltamarkvörður og einn efnilegasti pílukastari landsins verða þar á meðal firnasterkra keppenda.

Sýn Sport 2

Þó að augu flestra verði eflaust á Doc Zone verður hægt að fylgjast með öllum leik Everton og Fulham í beinni klukkan 15 á Sýn Sport 2.

Sýn Sport 3

West Ham og Burnley eiga svo sviðið á Sýn Sport 3 klukkan 15.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar Sýnar má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×