Fréttir

Réðst á lög­reglu­mann í mið­bænum

Agnar Már Másson skrifar
Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Mynd úr safni. Vísir/Sammi

Maður var í gærkvöldi handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta er meðal annars það sem fram kemur í dagbók lögreglu en málavöxtu er ekki lýst frekar.

Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.

Í gær var greint frá máli þar sem maður var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á dyravörð í miðbænum. Málið var talið afgreitt á lögreglustöðinni en þegar sleppa átti manninum úr haldi veittist hann að lögreglumönnunum sem voru að hleypa honum út.

Í öðrum fregnum hélt lögregla uppi ölvunarpósti á Sæbraut við Kirkjusand í gærkvöldi þar sem 200 ökumenn voru látnir blása í áfengismæli. Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þremur ökumönnum gert að hætta akstri þar sem þeir blésu undir mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×