Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 19:01 Hér má sjá glitta í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins, til hægri. Einnig er Júlíus Viggó Ólafsson á fundinum en han er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Vísir/Sigurjón Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira