Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:27 Kolbrún Áslaugur Baldursdóttir og Ingibjörg Isaksen sitja báðar í velferðarnefnd. Samsett Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. „Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm. Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm.
Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira