Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun