Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun