Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2025 19:31 Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Sigríður Guðnadóttir Garðabær Leikskólar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur um árabil getað státað sig af því að bjóða lægstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður það áfram. Starfsemi leikskóla er gríðarlega mikilvæg í samfélaginu. Samt telst hún ekki vera lögbundin starfsemi sveitarfélaga og engin sérstök framlög koma úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að reka leikskóla. Í Mosfellsbæ greiða foreldrar um 8% af raunkostnaði við leikskólapláss. Öll börn sem orðin eru 12 mánaða þann 1.ágúst ár hvert eiga kost á leikskóladvöl þegar starfsárið hefst þann 1. september. Þá niðurgreiðir Mosfellsbær vistun hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri barns svo foreldrar greiða sama gjald og greitt er fyrir leikskólavist. Þannig sitja allir foreldrar við sama borð. Engar stórar kerfisbreytingar Starfsfólki leikskóla er treyst fyrir umönnun og menntun okkar yngstu barna og það nýtur mikils trausts í samfélaginu. Allt of lengi voru launakjör og starfsaðstæður í leikskólum óásættanlegar, sem birtist m.a. í því að erfitt var að manna skólana. Með nýjum kjarasamningum og styttingu vinnuvikunnar náðust umtalsverðar kjarabætur sem var ánægjulegt, enda vitum við að gott og framsækið skólastarf byggir á því að í skólunum starfi framúrskarandi starfsfólk sem veit að framlag þess til samfélagsins sé metið að verðleikum. En sveitarfélögum var líka vandi á höndum við að innleiða styttingu vinnuvikunnar og mæta þeim aukna kostnaði sem fólst í kjarasamningunum. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ kaus að fara ekki í miklar kerfisbreytingar líkt og sum önnur sveitarfélög gerðu. Sem hluta af bættu starfsumhverfi í leikskólum var ákveðið að taka upp skráningu barna eftir klukkan 14 á föstudögum ásamt því að skráningardagar voru teknir upp milli jóla og nýárs og í dymbilviku fyrir páska. Með þessu móti varð unnt að innleiða að fullu styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna sem og að uppfylla 30 daga orlofsrétt. Rétt er að taka fram að foreldrar þeirra barna sem þurfa að nýta leikskólaplássið á skráningartíma eða skráningardegi greiða ekki viðbótargjald vegna þess. Þeir foreldrar sem geta nýtt styttinguna fá afslátt af leikskólagjöldum sem nemur tímafjölda. Hækkun um 2900 krónur á mánuði En ofangreindar breytingar duga ekki til. Til að mæta, að hluta til, hækkandi rekstrarkostnaði leikskóla og tryggja áframhaldandi góða þjónustu við börn og foreldra var nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin umfram verðlagshækkanir. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar hafa leikskólagjöld í Mosfellsbæ verið lægst á höfuðborgarsvæðinu um nokkra hríð. Það verður áfram þannig þó leikskólagjöldin hækki. Núverandi gjald fyrir 8 klukkustunda leikskólavist með fæðiskostnaði er 30.745 krónur og þar af er fæðiskostnaður 9.838 krónur. Eftir hækkun um 9,5% sem boðuð er í fjárhagsáætlun næsta árs verður gjaldið 33.669 krónur og þar af verður fæðisgjaldið 10.772. Þannig verður hækkun á 8 stunda gjaldi rúmlega 2900 krónur. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti tekjulægri foreldra eða vegna systkina. Þrátt fyrir þessa hækkun verða leikskólagjöld í Mosfellsbæ áfram umtalsvert lægri en í flestum nágrannasveitarfélögunum. Með þessum breytingum öllum vonumst við til að halda öflugu og faglegu starfsfólki, laða að nýtt og halda áfram að byggja allt leikskólastarf á gæðum, fagmennsku og góðum starfsskilyrðum fyrir starfsfólk – sem er grunnurinn að metnaðarfullu og öflugu leikskólastarfi og kærleiksríkri umönnun barna. Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar, Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar, og Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun