ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2025 09:18 Willum Þór Þórsson var kjörinn formaður Íþróttasambands Íslands á iþróttaþingi sambandsins 2025. Vísir/Anton Brink Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara. „Þetta eru stærstu félagasamtökin og stærsta sjálfboðaliðahreyfing landsins,“ segir Willum og að íþróttahreyfingin telji samanlagt 34 sérsambönd, 480 íþróttafélög og 50 íþróttagreinar. Willum var til umræðu um gjöldin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjallað hefur verið um það í vikunni að æfingagjöld hjá Stjörnunni hækkuðu töluvert á milli ára fyrir stúlkur í 5. flokki. Það eru um tólf ára gömul börn. Kostnaðurinn er um 170 þúsund og þá er ekki búið að greiða fyrir búninga eða mótsgjöld. Í Garðabæ er tómstundastyrkur upp á um 60 þúsund á ári. Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar sagði í yfirlýsingu til fréttastofu að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Willum segist fagna umræðu um æfingagjöld en umræðan verði að vera í samhengi við breytingar sem hafi átt sér stað í þjóðfélaginu sem fólk hafi ekki verið nægilega vakandi fyrir. Það séu gerðar meiri faglegar kröfur til þátttöku í íþróttum á þjálfara. Þeir eigi að vera fagmenntaðir og það sé almennt staðið mjög vel að því. „En það kostar.“ Kostnaður heimila meiri Willum segir kostnað og utanumhald um mót líka hafa breyst. Þátttaka foreldra sé meiri en áður en kostnaðarhluti heimila sé það líka. Þá séu mótin líka fleiri og það sé eitthvað sem megi skoða. Hann segir að í þessu samhengi verði einnig að líta til efnahagsástands í samfélaginu. Það sé nýbúið að skoða þetta í Noregi. Deloitte hafi séð um að gera skýrslu um málið og Willum segir ÍSÍ skoða nú hvernig sú skýrsla hafi verið gerð og ætli sér að fara í saumana á þessu núna. Niðurstaða skýrslunnar í Noregi var, meðal annars, að kostnaður væri meiri en væri að mestu í samræmi við almennar verðhækkanir. Þá var tekið fram í niðurstöðum að það væri samt sem áður áhyggjuefni að færri styrktu starfið og að þeim fjölgaði sem ekki gætu greitt æfingagjöld. Í skýrslunni var einnig fjallað um aðkomu ríkis og sveitarfélaga og að erfiðara væri að fá fólk í sjálfboðaliðastarf eftir heimsfaraldur Covid. „Við þurfum líka að tryggja og verja sjálfboðaliðastarfið samhliða í landinu,“ segir Willum og að það sé að verða erfiðara verkefni vegna þess að reksturinn sé orðinn umfangsmikill og ábyrgðin mikil. Nefndir, ráð, stjórn, fararstjórn sé allt mannað af sjálfboðaliðum. Það séu þjálfarar en kostnaður við mótshald hafi aukist verulega. Á sama tíma hafi mótum einnig fjölgað og það sé ekki endilega krafa foreldra að svo sé. Forvarnargildið ómetanlegt Willum segir félagsgjöldin til þess að standa undir þjálfun og ferðakostnaði og geri lítið meira en það og því þurfi að fjárafla fyrir rest. Umfang hreyfingarinnar sé í heild um 40 milljarðar og virðisframlagið sé mjög mikið. Hann segir starfsemina óhagnaðardrifna og því fari meirihlutinn í barna- og unglingastarf. Willum segir aldrei mega gleyma því að forvarnargildi íþrótta sé verulegt og hafi jafnvel aukist samhliða samfélagslegum breytingum og auknu áreiti á börn með snjalltækjum og samfélagsmiðlum. Willum segir auk þess ferðakostnað hafa aukist verulega. Ferðir í kringum mótahald hafi aukist en það sé hluti af því innan íþróttahreyfingarinnar að gefa jafnt aðgengi óháð búsetu og efnahag. Til sé ferðasjóður sem eigi að styrkja slíkt og sjóðurinn fái umsóknir árlega upp á samanlagt um 800 milljónir en hafi aðeins um hundrað milljónir til að deila út. „Þetta er bara hluti af ferðakostnaðinum.“ Willum segir sambandið hafa tekið saman dæmi á milli íþróttagreina og landshluta um kostnaðarhluta heimilanna og svo aðkomu hins opinbera. Sveitarfélögin hafi staðið sig vel að byggja upp mannvirki og veita hvatningar- og tómstundastyrki, sem komi á móti, en ríkið hafi meira haldið að sér höndum. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, nefnir í þessu samhengi að í tengslum við umræðu um erlend fjárhættuspil hafi verið talað um að 40 milljarðar fari árlega úr landi. Það sé sama upphæð og hann nefnir sem umfang hreyfingarinnar. Willum segir alveg skýrt að það verði eitthvað að gera í þeim málum. Hann segir Lottó og Getraunir standa undir um helmingi af fjáröflun íþróttahreyfingarinnar og það sé skýrt í lögum en vegna þess að veðmálin fari að mestu fram á netinu núna verði að gera lagabreytingu. Íhugar formannsframboð Að lokum var Willum spurður út í það hvort hann sjái fyrir sér að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi formaður, tilkynnti á þingi flokksins nýlega að hann ætli ekki aftur fram. Enginn hefur enn formlega tilkynnt um framboð en Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, og Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, hafa bæði sagst vera að íhuga málið. Willum segist njóta þess sem hann gerir en hann sakni þess að vera í pólitík. Hann sé nýkjörinn forseti og það trufli hann að hafa nýlega beðið fólk að kjósa sig í það en ætla sér svo í aðrar kosningar. Svo sé kannski eitthvað skrítið að vera ekki á þingi en vera formaður en það sé eitthvað sem Framsókn þurfi að lifa með í einhvern tíma. Hann segir fólk innan flokksins hvetja hann áfram og hann sé að hugsa málið og ekki búinn að útiloka það. Garðabær Börn og uppeldi Íþróttir barna Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bítið ÍSÍ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
„Þetta eru stærstu félagasamtökin og stærsta sjálfboðaliðahreyfing landsins,“ segir Willum og að íþróttahreyfingin telji samanlagt 34 sérsambönd, 480 íþróttafélög og 50 íþróttagreinar. Willum var til umræðu um gjöldin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjallað hefur verið um það í vikunni að æfingagjöld hjá Stjörnunni hækkuðu töluvert á milli ára fyrir stúlkur í 5. flokki. Það eru um tólf ára gömul börn. Kostnaðurinn er um 170 þúsund og þá er ekki búið að greiða fyrir búninga eða mótsgjöld. Í Garðabæ er tómstundastyrkur upp á um 60 þúsund á ári. Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar sagði í yfirlýsingu til fréttastofu að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Willum segist fagna umræðu um æfingagjöld en umræðan verði að vera í samhengi við breytingar sem hafi átt sér stað í þjóðfélaginu sem fólk hafi ekki verið nægilega vakandi fyrir. Það séu gerðar meiri faglegar kröfur til þátttöku í íþróttum á þjálfara. Þeir eigi að vera fagmenntaðir og það sé almennt staðið mjög vel að því. „En það kostar.“ Kostnaður heimila meiri Willum segir kostnað og utanumhald um mót líka hafa breyst. Þátttaka foreldra sé meiri en áður en kostnaðarhluti heimila sé það líka. Þá séu mótin líka fleiri og það sé eitthvað sem megi skoða. Hann segir að í þessu samhengi verði einnig að líta til efnahagsástands í samfélaginu. Það sé nýbúið að skoða þetta í Noregi. Deloitte hafi séð um að gera skýrslu um málið og Willum segir ÍSÍ skoða nú hvernig sú skýrsla hafi verið gerð og ætli sér að fara í saumana á þessu núna. Niðurstaða skýrslunnar í Noregi var, meðal annars, að kostnaður væri meiri en væri að mestu í samræmi við almennar verðhækkanir. Þá var tekið fram í niðurstöðum að það væri samt sem áður áhyggjuefni að færri styrktu starfið og að þeim fjölgaði sem ekki gætu greitt æfingagjöld. Í skýrslunni var einnig fjallað um aðkomu ríkis og sveitarfélaga og að erfiðara væri að fá fólk í sjálfboðaliðastarf eftir heimsfaraldur Covid. „Við þurfum líka að tryggja og verja sjálfboðaliðastarfið samhliða í landinu,“ segir Willum og að það sé að verða erfiðara verkefni vegna þess að reksturinn sé orðinn umfangsmikill og ábyrgðin mikil. Nefndir, ráð, stjórn, fararstjórn sé allt mannað af sjálfboðaliðum. Það séu þjálfarar en kostnaður við mótshald hafi aukist verulega. Á sama tíma hafi mótum einnig fjölgað og það sé ekki endilega krafa foreldra að svo sé. Forvarnargildið ómetanlegt Willum segir félagsgjöldin til þess að standa undir þjálfun og ferðakostnaði og geri lítið meira en það og því þurfi að fjárafla fyrir rest. Umfang hreyfingarinnar sé í heild um 40 milljarðar og virðisframlagið sé mjög mikið. Hann segir starfsemina óhagnaðardrifna og því fari meirihlutinn í barna- og unglingastarf. Willum segir aldrei mega gleyma því að forvarnargildi íþrótta sé verulegt og hafi jafnvel aukist samhliða samfélagslegum breytingum og auknu áreiti á börn með snjalltækjum og samfélagsmiðlum. Willum segir auk þess ferðakostnað hafa aukist verulega. Ferðir í kringum mótahald hafi aukist en það sé hluti af því innan íþróttahreyfingarinnar að gefa jafnt aðgengi óháð búsetu og efnahag. Til sé ferðasjóður sem eigi að styrkja slíkt og sjóðurinn fái umsóknir árlega upp á samanlagt um 800 milljónir en hafi aðeins um hundrað milljónir til að deila út. „Þetta er bara hluti af ferðakostnaðinum.“ Willum segir sambandið hafa tekið saman dæmi á milli íþróttagreina og landshluta um kostnaðarhluta heimilanna og svo aðkomu hins opinbera. Sveitarfélögin hafi staðið sig vel að byggja upp mannvirki og veita hvatningar- og tómstundastyrki, sem komi á móti, en ríkið hafi meira haldið að sér höndum. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, nefnir í þessu samhengi að í tengslum við umræðu um erlend fjárhættuspil hafi verið talað um að 40 milljarðar fari árlega úr landi. Það sé sama upphæð og hann nefnir sem umfang hreyfingarinnar. Willum segir alveg skýrt að það verði eitthvað að gera í þeim málum. Hann segir Lottó og Getraunir standa undir um helmingi af fjáröflun íþróttahreyfingarinnar og það sé skýrt í lögum en vegna þess að veðmálin fari að mestu fram á netinu núna verði að gera lagabreytingu. Íhugar formannsframboð Að lokum var Willum spurður út í það hvort hann sjái fyrir sér að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi formaður, tilkynnti á þingi flokksins nýlega að hann ætli ekki aftur fram. Enginn hefur enn formlega tilkynnt um framboð en Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, og Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, hafa bæði sagst vera að íhuga málið. Willum segist njóta þess sem hann gerir en hann sakni þess að vera í pólitík. Hann sé nýkjörinn forseti og það trufli hann að hafa nýlega beðið fólk að kjósa sig í það en ætla sér svo í aðrar kosningar. Svo sé kannski eitthvað skrítið að vera ekki á þingi en vera formaður en það sé eitthvað sem Framsókn þurfi að lifa með í einhvern tíma. Hann segir fólk innan flokksins hvetja hann áfram og hann sé að hugsa málið og ekki búinn að útiloka það.
Garðabær Börn og uppeldi Íþróttir barna Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bítið ÍSÍ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira