NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 15:02 Antonio Brown hefur verið í ruglinu síðan að fótboltaferlinum lauk og jafnvel nokkur ár áður en hann tromtímdi ferlinum. Getty/Prince Williams Einn besti útherjinn sem hefur spilað í NFL-deildinni er laus úr fangelsi en réttarhöld bíða hans vegna tilraunar til manndráps. Antonio Brown er fyrrverandi stjörnuútherji í NFL-deildinni sem í raun tortímdi ferli sínum í deildinni. Hann yfirgaf fangelsið í Miami í gær en hann var látinn laus gegn 25 þúsund Bandaríkjadala tryggingu, þremur milljónum króna, eftir að hafa lýst sig saklausan af ákæru um annars stigs tilraun til manndráps. Hinn 37 ára gamli Brown faðmaði lögmann sinn, Mark Eiglarsh, fyrir utan Turner Guilford Knight-fangelsið í Miami. Hann hélt á poka með eigum sínum þegar þeir gengu að nálægum matsölubíl þar sem Brown fékk sér drykk, og síðan fóru þeir á brott í bifreið lögmannsins. 𝗧𝗥𝗘𝗡𝗗𝗜𝗡𝗚: The legendary Antonio Brown leaving jail after 7 days in custody and posting a $25K bond for his attempted m*rder charge.AB walked out of jail and immediately went to a food truck with his attorney.😭😭😭 pic.twitter.com/IQXE58J9EI— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) November 13, 2025 Héraðsdómarinn Mindy Glazer fyrirskipaði að Brown skyldi bera GPS-ökklaband meðan hann bíður réttarhalda. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á gæsluvarðhald og fært rök fyrir því að Brown væri hálaunaður fyrrverandi atvinnuíþróttamaður með fjárráð til að flýja. Eiglarsh sagði dómaranum á miðvikudag að Brown, sem er ekki lengur með vegabréf, myndi snúa aftur á heimili sitt í Broward-sýslu í Flórída meðan málið er í gangi. Brown er sakaður um að hafa hrifsað skammbyssu af öryggisverði eftir hnefaleikakeppni fræga fólksins í Miami þann 16. maí og hleypt af tveimur skotum að manni sem hann hafði lent í slagsmálum við fyrr um daginn. Zul-Qarnain Kwame Nantambu sagði rannsakendum að önnur kúlan hefði snert háls hans. Lögmaður Browns sagði á miðvikudag að rangt væri farið með í eiðsvörnu yfirlýsingunni. Brown hefði í raun notað eigið skotvopn og skotunum hefði ekki verið beint að neinum. Brown lék í tólf ár í NFL-deildinni og var stjörnuútherji sem lék síðast árið 2021 með Tampa Bay Buccaneers. Hann var stóran hluta ferils síns hjá Pittsburgh Steelers. Á ferlinum náði Brown 928 sendingagripum fyrir meira en 12.000 jarda og skoraði 88 snertimörk alls, þar með talin vallarmörk eftir spyrnur og eina sendingu. Antonio Brown gets first legal win in attempted murder case https://t.co/vCilx1kugx pic.twitter.com/zQ81NSeyJT— New York Post (@nypost) November 12, 2025 NFL Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Antonio Brown er fyrrverandi stjörnuútherji í NFL-deildinni sem í raun tortímdi ferli sínum í deildinni. Hann yfirgaf fangelsið í Miami í gær en hann var látinn laus gegn 25 þúsund Bandaríkjadala tryggingu, þremur milljónum króna, eftir að hafa lýst sig saklausan af ákæru um annars stigs tilraun til manndráps. Hinn 37 ára gamli Brown faðmaði lögmann sinn, Mark Eiglarsh, fyrir utan Turner Guilford Knight-fangelsið í Miami. Hann hélt á poka með eigum sínum þegar þeir gengu að nálægum matsölubíl þar sem Brown fékk sér drykk, og síðan fóru þeir á brott í bifreið lögmannsins. 𝗧𝗥𝗘𝗡𝗗𝗜𝗡𝗚: The legendary Antonio Brown leaving jail after 7 days in custody and posting a $25K bond for his attempted m*rder charge.AB walked out of jail and immediately went to a food truck with his attorney.😭😭😭 pic.twitter.com/IQXE58J9EI— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) November 13, 2025 Héraðsdómarinn Mindy Glazer fyrirskipaði að Brown skyldi bera GPS-ökklaband meðan hann bíður réttarhalda. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á gæsluvarðhald og fært rök fyrir því að Brown væri hálaunaður fyrrverandi atvinnuíþróttamaður með fjárráð til að flýja. Eiglarsh sagði dómaranum á miðvikudag að Brown, sem er ekki lengur með vegabréf, myndi snúa aftur á heimili sitt í Broward-sýslu í Flórída meðan málið er í gangi. Brown er sakaður um að hafa hrifsað skammbyssu af öryggisverði eftir hnefaleikakeppni fræga fólksins í Miami þann 16. maí og hleypt af tveimur skotum að manni sem hann hafði lent í slagsmálum við fyrr um daginn. Zul-Qarnain Kwame Nantambu sagði rannsakendum að önnur kúlan hefði snert háls hans. Lögmaður Browns sagði á miðvikudag að rangt væri farið með í eiðsvörnu yfirlýsingunni. Brown hefði í raun notað eigið skotvopn og skotunum hefði ekki verið beint að neinum. Brown lék í tólf ár í NFL-deildinni og var stjörnuútherji sem lék síðast árið 2021 með Tampa Bay Buccaneers. Hann var stóran hluta ferils síns hjá Pittsburgh Steelers. Á ferlinum náði Brown 928 sendingagripum fyrir meira en 12.000 jarda og skoraði 88 snertimörk alls, þar með talin vallarmörk eftir spyrnur og eina sendingu. Antonio Brown gets first legal win in attempted murder case https://t.co/vCilx1kugx pic.twitter.com/zQ81NSeyJT— New York Post (@nypost) November 12, 2025
NFL Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira