Sport

Dag­skráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum?

Sindri Sverrisson skrifar
Graham Potter er tekinn við sænska landsliðinu í fótbolta.
Graham Potter er tekinn við sænska landsliðinu í fótbolta. EPA/SALVATORE DI NOLFI

Undankeppni HM í fótbolta heldur áfram á sportrásum Sýnar í dag og um kvöldið má sjá nokkra af fremstu pílukösturum landsins etja kappi á spennandi móti.

Sýn Sport Ísland

Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram og nú er komið að síðasta kvöldinu áður en átta manna úrslitin hefjast. Það verður öllu til tjaldað í kvöld og bein útsending hefst klukkan 20.

Sýn Sport Viaplay

Undankeppni HM í fótbolta heldur áfram og hægt verður að sjá Sviss taka á móti Svíþjóð í kvöld, í fyrsta leik Svía undir stjórn Grahams Potter, klukkan 19:45. 

Fyrr um daginn eru leikir Kasakstan og Belgíu klukkan 14 og Georgíu og Spánar klukkan 17. Seint í kvöld eða klukkan 22:05 er leikur Panthers og Lightning í NHL-deildinni í íshokkí.

Sýn Sport 4

Golfið hefst snemma því klukkan 7 er sýnt frá DP World Tour Championship í Dúbaí. Annika-mótið á LPGA mótaröðinni er svo á dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×