Körfubolti

Elvar  með flestar stoð­sendingar í sigri

Árni Jóhannsson skrifar
Elvar í Evrópuleik á dögunum.
Elvar í Evrópuleik á dögunum. Vísir / Getty

Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil unnu annan leikinn í röð þegar Twarde voru lagðir af velli í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Leikurinn endaði með 95-101 útisigri Anwil sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Elvar byrjaði inn á og spilaði alls 26 mínútur sem hann nýtti vel til að mata félaga sína. Leikstjórnandinn úr Njarðvík sendi sjö stoðsendingar og lagði svo 11 stig í púkkið sjálfur.

Leikurinn gekk brösulega fyrir Anwil í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti sem vannst 19-37 lagði grunninn að góðum sigri. Eftir tvo tapleiki í röð þá hafa Elvar og hans menn unnið tvo leiki í röð. Elvar skorar 12 stig og sendir sex stoðsendingar að meðaltali í leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×