„Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 09:22 Luke Littler er í flottu formi nú þegar styttist í heimsmeistaramótið. Getty/Cameron Smith Luke Littler komst í efsta sæti heimslistans í pílukasti um helgina og fagnaði því með því að vinna Luke Humphries, manninn sem hann fór fram úr, í úrslitaleik Grand Slam of Darts. Littler var öruggur með efsta sæti heimslistans í pílu eftir að hann vann Hollendinginn Danny Noppert í undanúrslitum mótsins. Hann vann Humphries síðan 16-11 í úrslitaleiknum. Luke Littler fulfils his darting destiny and becomes the new world number one 👏 Six televised ranking titles at just 18 years old! 🤯Darting phenom! ☢️ pic.twitter.com/0KlYAeoXbY— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2025 Hinn átján ára gamli Littler er yngsti leikmaðurinn til að ná efsta sæti heimslistans hjá PDC og fer þar með fram úr Michael van Gerwen, sem náði þeim áfanga 24 ára gamall árið 2014. Hungaður í að halda sér þar „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það,“ sagði Luke Littler eftir úrslitaleikinn. „Efsta sæti heimslistans, þú ert bestur í heimi. Að toppa það með því að vinna hér tvö ár í röð gerir þetta enn sérstakara,“ sagði Littler. „Nú þegar ég er í efsta sæti er ég hungraður í að halda mér þar. Ég vil vera þar næstu árin. Luke [Humphries] og allir hinir leikmennirnir munu hafa mig í sigtinu. Þetta hefur gert mig enn hungraðri,“ sagði Littler. Yfir þrjú hundruð milljónir Tekjur Littlers á tveggja ára tímabilinu sem ræður stigalistanum (Order of Merit) námu 1.770.500 pundum eftir að hann komst í úrslitaleikinn, en sigurinn færði upphæðina í 1.850.000 pund. Það gera tæpar 310 milljónir íslenskra króna. The day I’ve dreamed of🤩 world number 1 and back to back grand slam titles as well what a weekend🏆❤️ pic.twitter.com/XRfYMS1Ij5— Luke Littler (@LukeTheNuke180) November 16, 2025 Heimslistinn ræðst af upphæð verðlaunafjár sem leikmaður hefur unnið á stigamótum yfir tveggja ára tímabil. Mikið afrek fyrirLuke Littler „Að ná efsta sæti heimslistans er mikið afrek fyrir Luke Littler og að gera það á innan við tveimur árum er ótrúlegt,“ sagði Mark Webster, fyrrverandi heimsmeistari BDO, við Sky Sports. „Hann veit hvernig á að klára dæmið. Hann á ekki slæm tímabil – hann tapar vissulega á sumum mótum og það mun halda áfram að gerast – en hann er bara stórkostlegur hæfileikamaður,“ sagði Webster. Fram undan er síðan heimsmeistaramótið í pílukasti í næsta mánuði. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Pílukast Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Littler var öruggur með efsta sæti heimslistans í pílu eftir að hann vann Hollendinginn Danny Noppert í undanúrslitum mótsins. Hann vann Humphries síðan 16-11 í úrslitaleiknum. Luke Littler fulfils his darting destiny and becomes the new world number one 👏 Six televised ranking titles at just 18 years old! 🤯Darting phenom! ☢️ pic.twitter.com/0KlYAeoXbY— PDC Darts (@OfficialPDC) November 16, 2025 Hinn átján ára gamli Littler er yngsti leikmaðurinn til að ná efsta sæti heimslistans hjá PDC og fer þar með fram úr Michael van Gerwen, sem náði þeim áfanga 24 ára gamall árið 2014. Hungaður í að halda sér þar „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það,“ sagði Luke Littler eftir úrslitaleikinn. „Efsta sæti heimslistans, þú ert bestur í heimi. Að toppa það með því að vinna hér tvö ár í röð gerir þetta enn sérstakara,“ sagði Littler. „Nú þegar ég er í efsta sæti er ég hungraður í að halda mér þar. Ég vil vera þar næstu árin. Luke [Humphries] og allir hinir leikmennirnir munu hafa mig í sigtinu. Þetta hefur gert mig enn hungraðri,“ sagði Littler. Yfir þrjú hundruð milljónir Tekjur Littlers á tveggja ára tímabilinu sem ræður stigalistanum (Order of Merit) námu 1.770.500 pundum eftir að hann komst í úrslitaleikinn, en sigurinn færði upphæðina í 1.850.000 pund. Það gera tæpar 310 milljónir íslenskra króna. The day I’ve dreamed of🤩 world number 1 and back to back grand slam titles as well what a weekend🏆❤️ pic.twitter.com/XRfYMS1Ij5— Luke Littler (@LukeTheNuke180) November 16, 2025 Heimslistinn ræðst af upphæð verðlaunafjár sem leikmaður hefur unnið á stigamótum yfir tveggja ára tímabil. Mikið afrek fyrirLuke Littler „Að ná efsta sæti heimslistans er mikið afrek fyrir Luke Littler og að gera það á innan við tveimur árum er ótrúlegt,“ sagði Mark Webster, fyrrverandi heimsmeistari BDO, við Sky Sports. „Hann veit hvernig á að klára dæmið. Hann á ekki slæm tímabil – hann tapar vissulega á sumum mótum og það mun halda áfram að gerast – en hann er bara stórkostlegur hæfileikamaður,“ sagði Webster. Fram undan er síðan heimsmeistaramótið í pílukasti í næsta mánuði. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Pílukast Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira