Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:32 Ég á vin sem er einhverfur. Hann er líka klár, margfróður, þrautseigur, skemmtilegur, fyndinn og býr yfir aðdáunarverðu jafnaðargeði. Hann er frábær manneskja og ég er heppin að hafa hann í lífi mínu. Hann er líka menntaður tölvunarfræðingur og auk þess, sem er ástæða þess að ég skrifa þetta, er hann að glíma við langtímaatvinnuleysi. Áður en vinur minn kláraði námið sagði hann einu sinni að eina vonin hans í lífinu væri að útskrifast sem tölvunarfræðingur. Það hljómar niðurdrepandi en ég skil alveg hvað hann meinar. Staða einhverfra á vinnumarkaði er erfið. Stór hluti starfa geta verið fjandsamleg einhverfu fólki, full af flóknum mannlegum samskiptum, óyrtum kröfum og í alls konar umhverfi sem getur leikið skynfærin grátt. Jafnvel í auglýsingum fyrir störf sem hafa ekkert með mannleg samskipti að gera er gerð krafa um framúrskarandi samskiptahæfni. Samkvæmt erlendri tölfræði er mjög hátt hlutfall einhverfra án atvinnu. Forritun er starf sem er talið henta einhverfu fólki mjög vel, og af minni reynslu að dæma þá er það almennt satt. Þau samskipti sem starfið felur í sér eru aðallega við þéttan hóp vinnufélaga og fjalla um tæknileg atriði, auk þess sem starfsumhverfið er rólegt. Verkefnin sem maður glímir við dags daglega krefjast þekkingar, rökhugsunar, hæfni til að kafa ofan í vandamálin og skynbragð á hin ýmsu smáatriði. Þetta eru eiginleikar sem einhverft fólk er oft framúrskarandi í. Vinur minn er fullkomlega eðlilegur ungur maður sem þráir ekkert heitar en að vinna fyrir sér og lifa sínu lífi eins og annað fólk. Hann er heilsuhraustur og hefur þrek og vilja til þess að vinna. Þrátt fyrir þetta gengur honum ekki að finna sér vinnu við hæfi. Það sem stendur í vegi fyrir honum er kannski helst það að hann er lítið gefinn fyrir yfirborðskennt spjall (e. small talk), forðast augnsamband og sýnir minni svipbrigði en flest fólk myndi gera í sömu aðstæðum. Hann virkar ekki endilega „hress“ á yfirborðinu. Hann tjáir sig á beinskeyttan hátt, segir það sem hann meinar og les ekki mikið á milli línanna, eitthvað sem ég tel alls ekki vera ókost, þvert á móti mætti samfélagið allt taka þennan eiginleika sér til fyrirmyndar. Ekkert af þessu hefur áhrif á hæfni hans til að starfa sem forritari, þetta gerir það hins vegar að verkum að hann á erfiðara með hefðbundin atvinnuviðtöl. Sumt fólk getur mistúlkað svipbrigðaleysið sem áhugaleysi eða skort á augnsambandi sem dónaskap, og ég hvet fólk sem lítur þannig á hlutina til þess að kynna sér einhverfu og tileinka sér meira umburðarlyndi í sínum samskiptum. Það er ömurlegt að horfa upp á það að ungur maður sem lagði það á sig að fara í háskólanám til að afla sér verðmætrar þekkingar, sem vill ekkert meira en að starfa við eitthvað þar sem hans styrkleikar fá að njóta sín, fái það ekki. Það er ekki bara ömurlegt fyrir hann sjálfan heldur er það tap fyrir allt samfélagið að hann, og annað fólk í hans stöðu, geti ekki fengið að láta ljós sitt skína og sé útilokað frá þátttöku í því að skapa samfélaginu öllu verðmæti. Ég biðla til ykkar að ráða vin minn í vinnu. Hvaða vinnustaður sem er væri heppinn að fá hann til vinnu. Ég hef áhyggjur af heilsu hans og velferð, og ég hef miklar efasemdir um heilbrigði menningarinnar á vinnumarkaði sem hafnar algjörlega starfskröftum hrausts ungs manns í blóma lífsins af því hann er ekki nógu góður í að spjalla sig í gegnum atvinnuviðtal. Ef þú veist um einhvern sem vill ráða vin minn endilega hafðu samband, ég er á ja.is. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Einhverfa Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ég á vin sem er einhverfur. Hann er líka klár, margfróður, þrautseigur, skemmtilegur, fyndinn og býr yfir aðdáunarverðu jafnaðargeði. Hann er frábær manneskja og ég er heppin að hafa hann í lífi mínu. Hann er líka menntaður tölvunarfræðingur og auk þess, sem er ástæða þess að ég skrifa þetta, er hann að glíma við langtímaatvinnuleysi. Áður en vinur minn kláraði námið sagði hann einu sinni að eina vonin hans í lífinu væri að útskrifast sem tölvunarfræðingur. Það hljómar niðurdrepandi en ég skil alveg hvað hann meinar. Staða einhverfra á vinnumarkaði er erfið. Stór hluti starfa geta verið fjandsamleg einhverfu fólki, full af flóknum mannlegum samskiptum, óyrtum kröfum og í alls konar umhverfi sem getur leikið skynfærin grátt. Jafnvel í auglýsingum fyrir störf sem hafa ekkert með mannleg samskipti að gera er gerð krafa um framúrskarandi samskiptahæfni. Samkvæmt erlendri tölfræði er mjög hátt hlutfall einhverfra án atvinnu. Forritun er starf sem er talið henta einhverfu fólki mjög vel, og af minni reynslu að dæma þá er það almennt satt. Þau samskipti sem starfið felur í sér eru aðallega við þéttan hóp vinnufélaga og fjalla um tæknileg atriði, auk þess sem starfsumhverfið er rólegt. Verkefnin sem maður glímir við dags daglega krefjast þekkingar, rökhugsunar, hæfni til að kafa ofan í vandamálin og skynbragð á hin ýmsu smáatriði. Þetta eru eiginleikar sem einhverft fólk er oft framúrskarandi í. Vinur minn er fullkomlega eðlilegur ungur maður sem þráir ekkert heitar en að vinna fyrir sér og lifa sínu lífi eins og annað fólk. Hann er heilsuhraustur og hefur þrek og vilja til þess að vinna. Þrátt fyrir þetta gengur honum ekki að finna sér vinnu við hæfi. Það sem stendur í vegi fyrir honum er kannski helst það að hann er lítið gefinn fyrir yfirborðskennt spjall (e. small talk), forðast augnsamband og sýnir minni svipbrigði en flest fólk myndi gera í sömu aðstæðum. Hann virkar ekki endilega „hress“ á yfirborðinu. Hann tjáir sig á beinskeyttan hátt, segir það sem hann meinar og les ekki mikið á milli línanna, eitthvað sem ég tel alls ekki vera ókost, þvert á móti mætti samfélagið allt taka þennan eiginleika sér til fyrirmyndar. Ekkert af þessu hefur áhrif á hæfni hans til að starfa sem forritari, þetta gerir það hins vegar að verkum að hann á erfiðara með hefðbundin atvinnuviðtöl. Sumt fólk getur mistúlkað svipbrigðaleysið sem áhugaleysi eða skort á augnsambandi sem dónaskap, og ég hvet fólk sem lítur þannig á hlutina til þess að kynna sér einhverfu og tileinka sér meira umburðarlyndi í sínum samskiptum. Það er ömurlegt að horfa upp á það að ungur maður sem lagði það á sig að fara í háskólanám til að afla sér verðmætrar þekkingar, sem vill ekkert meira en að starfa við eitthvað þar sem hans styrkleikar fá að njóta sín, fái það ekki. Það er ekki bara ömurlegt fyrir hann sjálfan heldur er það tap fyrir allt samfélagið að hann, og annað fólk í hans stöðu, geti ekki fengið að láta ljós sitt skína og sé útilokað frá þátttöku í því að skapa samfélaginu öllu verðmæti. Ég biðla til ykkar að ráða vin minn í vinnu. Hvaða vinnustaður sem er væri heppinn að fá hann til vinnu. Ég hef áhyggjur af heilsu hans og velferð, og ég hef miklar efasemdir um heilbrigði menningarinnar á vinnumarkaði sem hafnar algjörlega starfskröftum hrausts ungs manns í blóma lífsins af því hann er ekki nógu góður í að spjalla sig í gegnum atvinnuviðtal. Ef þú veist um einhvern sem vill ráða vin minn endilega hafðu samband, ég er á ja.is. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun