Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Draymond Green fór að deila við stuðningsmanna New Orleans Pelicans í miðjum leik. Getty/Sean Gardner NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025 NBA Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025
NBA Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira