Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Jón Ísak Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 18. nóvember 2025 20:29 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Sýn Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún segir glæpamenn. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. „Hvar er hagsmunagæslan búin að vera?“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að þetta mál hafi verið í gangi í ellefu mánuði og veltir því fyrir sér hvar hagsmunagæslan hefur verið, en hún og Bergþór Ólason fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. „Það hófust samningar við ESB í desember í fyrra, og þetta er niðurstaðan. Maður hlýtur að spyrja sig hvar er hagsmunagæslan búin að vera og hvernig hefur hún gengið,“ segir Guðrún. „Við Íslendingar höfum byggt allt okkar atvinnulíf á EES samningnum, og þess vegna er hann kominn í algjört uppnám. Mér hefur þótt ríkisstjórnin stíga frekar léttvægt til jarðar í dag.“ Hún segir það furðu sæta hvernig umræðan hafi verið frá ríkisstjórninni í dag. „Niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér á harðahlaupum inn með glæpamanninum, ég hafna því bara algjörlega.“ „Maður getur líka ekki annað en leitt hugann að því, hvort að ríkisstjórnin hafi litið svo á að það mætti veikja svona samningsstöðu Íslands, og þar með myndi það nýtast ríkisstjórninni, og málflutningi hennar gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.“ Eru þetta glæpamenn í Evrópusambandinu? „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á EES-samningnum, það hlýtur að vera brot. Það er brotið á okkur Íslendingum, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhverja eftirmála,“ segir Guðrún. Ekkert plan hjá stjórninni Bergþór segir að upp sé komin gjörbreytt staðan sem hljóti að kalla á miklu meira afgerandi viðbrögð en ríkisstjórnin hefur sýnt í dag. „Mér hefur svona þótt allt benda til þess að það sé ekkert plan hjá stjórninni. Þessi umræða um að vísa málinu til gerðardóms, er byggð á einhverjum misskilningi sýnist mér.“ „Evrópusambandið er búið að segja með hvaða hætti samskiptin verða um þetta, það verður tekinn kaffibolli á þriggja mánaða fresti til að fara yfir stöðuna. Þannig mér sýnist ráðherrarnir dáldið vera berrassaðir í raun, eins og þeir hafi hver um annan þveran farið á taugum eftir þessa niðurstöðu.“ „Eina konkret svarið sem frá þeim kemur er að það þurfi að flýta atkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu. Það getur ekki verið niðurstaðan í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. „Hvar er hagsmunagæslan búin að vera?“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að þetta mál hafi verið í gangi í ellefu mánuði og veltir því fyrir sér hvar hagsmunagæslan hefur verið, en hún og Bergþór Ólason fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. „Það hófust samningar við ESB í desember í fyrra, og þetta er niðurstaðan. Maður hlýtur að spyrja sig hvar er hagsmunagæslan búin að vera og hvernig hefur hún gengið,“ segir Guðrún. „Við Íslendingar höfum byggt allt okkar atvinnulíf á EES samningnum, og þess vegna er hann kominn í algjört uppnám. Mér hefur þótt ríkisstjórnin stíga frekar léttvægt til jarðar í dag.“ Hún segir það furðu sæta hvernig umræðan hafi verið frá ríkisstjórninni í dag. „Niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér á harðahlaupum inn með glæpamanninum, ég hafna því bara algjörlega.“ „Maður getur líka ekki annað en leitt hugann að því, hvort að ríkisstjórnin hafi litið svo á að það mætti veikja svona samningsstöðu Íslands, og þar með myndi það nýtast ríkisstjórninni, og málflutningi hennar gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.“ Eru þetta glæpamenn í Evrópusambandinu? „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á EES-samningnum, það hlýtur að vera brot. Það er brotið á okkur Íslendingum, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhverja eftirmála,“ segir Guðrún. Ekkert plan hjá stjórninni Bergþór segir að upp sé komin gjörbreytt staðan sem hljóti að kalla á miklu meira afgerandi viðbrögð en ríkisstjórnin hefur sýnt í dag. „Mér hefur svona þótt allt benda til þess að það sé ekkert plan hjá stjórninni. Þessi umræða um að vísa málinu til gerðardóms, er byggð á einhverjum misskilningi sýnist mér.“ „Evrópusambandið er búið að segja með hvaða hætti samskiptin verða um þetta, það verður tekinn kaffibolli á þriggja mánaða fresti til að fara yfir stöðuna. Þannig mér sýnist ráðherrarnir dáldið vera berrassaðir í raun, eins og þeir hafi hver um annan þveran farið á taugum eftir þessa niðurstöðu.“ „Eina konkret svarið sem frá þeim kemur er að það þurfi að flýta atkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu. Það getur ekki verið niðurstaðan í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent