Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 08:02 Myndbandið fór á flug á netinu enda voru margir hneykslaðir. @crossfitevergreen2020 Hvað áttu að gera þegar þú ert móðir eða amma, finnur ekki pössun og verður að komast í ræktina? Ein slík kona fann sína leið en hlaut fyrir vikið hörð viðbrögð hjá mörgum í netheiminum. CrossFit-stöðin CrossFit Evergreen í Kolaradó-fylki birti myndbandið af umræddri konu gera æfingar í stöðinni með barn á bakinu. Barnið sat í sérstökum barnastól sem foreldrar nota vanalega í gönguferðum með börnin sín. Þessi kona taldi það góðan kost að nýta sér þennan barnastól einnig í ræktinni. Myndbandið fór á mikið flug á netmiðlum, með margra milljóna áhorf, og þótti mörgum konan sýna þarna mikið ábyrgðarleysi. Neikvæðar aðfinnslur og skilaboð kölluðu á svar frá stöðinni sjálfri. Forráðamenn CrossFit Evergreen-stöðvarinnar standa með sinni konu og birtu eftirtalda yfirlýsingu eftir að myndbandið varð svona vinsælt. Þeir bentu líka á það að það hneyklaðist enginn þegar karlmaður gerði hið sama. „Hér er ekkert annað á ferðinni en manneskja að gera örugga og frábæra æfingu með barnabarninu sínu. Við erum lítil líkamsræktarstöð og barnið var aldrei í neinni hættu,“ skrifaði stöðin á samfélagsmiðla sína. „Sigrar þessarar konu og margra annarra eins og hennar, og karla líka, eru magnaðir og ætti að fagna þeim en ekki dæma þá eða skjóta þá niður. Við birtum líka myndband af manni að gera það sama án allra neikvæðu athugasemdanna. Okkur er alveg sama um „like“ eða skoðanir ykkar, við dreifum jákvæðum skilaboðum og hvetjandi vinnu til að veita öðrum innblástur,“ skrifaði stöðin „Saman erum við sterkari, það er einkunnarorð okkar í þessari stöð, með þessu fólki og í samfélaginu okkar. Þið sem skiljið þetta, haldið áfram að sækjast eftir því sem er betra og gott í lífinu. Við erum stolt af ykkur. Ótti og hatur rífa okkur niður. Ást og stuðningur byggja okkur upp. Trysta og þetta englabarnabarn. Já! Þessi amma er að æfa með nýja stuðningsaðilanum sínum. Þar sem er vilji er vegur. Saman erum við sterkari,“ skrifaði CrossFit Evergreen-stöðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Evergreen (@crossfitevergreen2020) CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
CrossFit-stöðin CrossFit Evergreen í Kolaradó-fylki birti myndbandið af umræddri konu gera æfingar í stöðinni með barn á bakinu. Barnið sat í sérstökum barnastól sem foreldrar nota vanalega í gönguferðum með börnin sín. Þessi kona taldi það góðan kost að nýta sér þennan barnastól einnig í ræktinni. Myndbandið fór á mikið flug á netmiðlum, með margra milljóna áhorf, og þótti mörgum konan sýna þarna mikið ábyrgðarleysi. Neikvæðar aðfinnslur og skilaboð kölluðu á svar frá stöðinni sjálfri. Forráðamenn CrossFit Evergreen-stöðvarinnar standa með sinni konu og birtu eftirtalda yfirlýsingu eftir að myndbandið varð svona vinsælt. Þeir bentu líka á það að það hneyklaðist enginn þegar karlmaður gerði hið sama. „Hér er ekkert annað á ferðinni en manneskja að gera örugga og frábæra æfingu með barnabarninu sínu. Við erum lítil líkamsræktarstöð og barnið var aldrei í neinni hættu,“ skrifaði stöðin á samfélagsmiðla sína. „Sigrar þessarar konu og margra annarra eins og hennar, og karla líka, eru magnaðir og ætti að fagna þeim en ekki dæma þá eða skjóta þá niður. Við birtum líka myndband af manni að gera það sama án allra neikvæðu athugasemdanna. Okkur er alveg sama um „like“ eða skoðanir ykkar, við dreifum jákvæðum skilaboðum og hvetjandi vinnu til að veita öðrum innblástur,“ skrifaði stöðin „Saman erum við sterkari, það er einkunnarorð okkar í þessari stöð, með þessu fólki og í samfélaginu okkar. Þið sem skiljið þetta, haldið áfram að sækjast eftir því sem er betra og gott í lífinu. Við erum stolt af ykkur. Ótti og hatur rífa okkur niður. Ást og stuðningur byggja okkur upp. Trysta og þetta englabarnabarn. Já! Þessi amma er að æfa með nýja stuðningsaðilanum sínum. Þar sem er vilji er vegur. Saman erum við sterkari,“ skrifaði CrossFit Evergreen-stöðin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Evergreen (@crossfitevergreen2020)
CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira