Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hjólhýsabyggð í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar