Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 17:28 Selenskí ræðir símleiðis við þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forsetaembætti Úkraínu Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt fyrir næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira