„Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Jake Paul er yfirlýsingaglaður fyrir bardaga sinn á móti Anthony Joshua. Getty/ Leonardo Fernandez Youtube-stjarnan Jake Paul hefur boðið einum besta hnefaleikamanni sögunnar upp í dans og hefur fulla trú á því að hann geti fagnað sigri á móti Anthony Joshua í bardaga þeirra í Miami á Flórída í næsta mánuði. aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul) Box Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul)
Box Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira