Enski boltinn

Real hafi misst á­hugann á slökum Konaté

Valur Páll Eiríksson skrifar
Konaté hefur hreint ekki verið góður undanfarið.
Konaté hefur hreint ekki verið góður undanfarið. EPA

Áhugi Real Madrid á Ibrahima Konaté, varnarmanni Liverpool, er ekki lengur til staðar ef marka má breska fjölmiðla. Frakkinn hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu

Konaté á aðeins örfáa mánuði eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur Bítlaborgarfélagið unnið að því síðustu misseri að framlengja við hann samning án árangurs. Real Madrid er talið hafa spilað þar inn í og horft til þess að fá Frakkann frítt, líkt og Trent Alexander-Arnold frítt frá Liverpool í sumar.

Konaté er sagður gera háar launakröfur en verðgildi hans hefur lækkað síðustu vikur vegna slakrar frammistöðu. Framgangur hans hafi í raun verið svo slappur að Real Madrid hafi alfarið misst áhuga á að fá Frakkann í sínar raðir.

Arne Slot er undir mikilli pressu sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir níu töp í síðustu tólf leikjum liðsins. Hann hefur staðið þétt við bakið á Konaté og hélt honum í byrjunarliði liðsins í 4-1 tapi fyrir PSV Eindhoven í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi.

Sú ákvörðun var gagnrýnd í aðdraganda Evrópuleiksins en ekki síður eftir hann, þar sem Konaté gaf PSV eitt marka liðsins, og var í kjölfarið skipt af velli.

Óvíst er hvort hann spili með Liverpool gegn West Ham um helgina þar sem starf Slot gæti verið undir.

Liverpool sækir West Ham United heim á sunnudag klukkan 14:05. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×