Sport

Bein út­sending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kapla­krika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ICEBOX 9 er haldið í kvöld og það er mikil veisla í Kaplakrikanum.
ICEBOX 9 er haldið í kvöld og það er mikil veisla í Kaplakrikanum. ICEBOX

Stærsta boxmót ársins á Íslandi, ICEBOX, verður haldið í níunda skiptið í kvöld og fer fram í heilum sal í Kaplakrika eins og hefur verið síðustu skipti.

Viðburðurinn hefur stækkað hvert sinn og það má búast við veislu í kvöld eins og áður. Fróðir menn sem þekkja til segja líklegt að ICEBOX sé orðinn stærsti staki viðburður í áhugamannahnefaleikum í Evrópu.

Fjórir Norðmenn eru mættir til landsins til að keppa við íslenska toppboxara og slík keppni milli landa gerir ekkert nema gott fyrir alvöru stemningu eins og alltaf.

Húsið opnar klukkan 18:20 og fyrsti bardagi hefst um kl. 19:00 en aðalhluti bardaga kvöldsins hefst 20:30 og er í beinni útsendingu á Sýn sport.

Fyrstu þrír bardagar kvöldsins verða hins vegar sýndir beint á Vísi og má sjá þá hér fyrir neðan. Myndbandið birtist upp úr 18.50 eða þegar styttist í það að fyrsti bardaginn hefjist.

Bardagi 1: Seyam Omar frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur á móti Arnari Jaka Smárasyni frá Hnefaleikafélagi Kópavogs

Bardagi 2:  Lukas Furuset frá Noregi á móti Hilmari Þorvarðarsyni úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur

Bardagi 3: 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×