Sport

NFL-deildin er lyginni líkust

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dak Prescott og félagar í Cowboys eru á mikilli siglingu.
Dak Prescott og félagar í Cowboys eru á mikilli siglingu. vísir/getty

Enn eina helgina var endalaust um óvænt úrslit í NFL-deildinni og löngu orðið ómögulegt að spá í framgang mála þar.

Lið sem hafa verið á uppleið falla rakleitt niður eftir gott gengi og öfugt. Sjaldan eða aldrei hefur deildin verið eins óútreiknaleg.

Meistarar Eagles eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð og liðið tapaði núna fyrir Bears sem er óvænt eitt heitasta lið deildarinnar. Bears var að vinna alla sína leiki í nóvember í fyrsta sinn síðan 1959.

Broncos og Patriots eru heitustu liðin með níu sigra í röð. Ekki alltaf sannfærandi en þau kunna betur en önnur lið í vetur að loka sínum leikjum.

LA Rams var orðið heitasta liðið fyrir viku síðan en liðið rann á bossann gegn Panthers um helgina. Ótrúlegt. Þegar lið ná einhverjum toppi er næsta víst að það fellur um næstu hindrun.

Lið á mikilli uppleið núna er Dallas Cowboys. Unnu Super Bowl meistara síðustu tveggja ára með fjögurra daga millibili.

Green Bay Packers er einnig vaknað til lífsins og svo er spurning hvað Bengals gerir eftir að hafa endurheimt leikstjórnandi sinn, Joe Burrow.

Úrslit:

Lions-Packers 24-31

Cowboys-Chiefs 31-28

Ravens-Bengals 14-32

Eagles-Bears 15-24

Browns-49ers 8-26

Titans-Jaguars 3-25

Colts-Texans 16-20

Dolphins-Saints 21-17

Jets-Falcons 27-24

Bucs-Cardinals 20-17

Panthers-Rams 31-28

Seahawks-Vikings 26-0

Steelers-Bills 7-26

Chargers-Raiders 31-14

Commanders-Broncos 26-27

Í nótt:

Patriots - Giants

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×