Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 06:32 Alan Ruschel með hinum tveimur liðsfélögunum, Neto og Follmann, sem komust af í flugslysinu. Myndin er tekin í góðgerðaleik á móti Barcelona í ágúst 2017. Getty/Alex Caparros Einn af þeim þremur leikmönnum brasilíska félagsins Chapecoense sem komust af hefur nú rætt þessa skelfilegu lífsreynslu sína fyrir næstum því tíu árum síðar. 19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira
19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira