Sport

Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Spark Koo fór ekki beint. Raunar mistókst honum að hæfa boltann yfirhöfuð.
Spark Koo fór ekki beint. Raunar mistókst honum að hæfa boltann yfirhöfuð. Kathryn Riley/Getty Images

Sparktilraun Younghoe Koo, sparkara New York Giants, í leik við New England Patriots í NFL-deildinni í nótt, hefur vakið mikla athygli. Koo var þó nokkrum sentímetrum frá því að hitta boltann og negldi svoleiðis tánni í jörðina.

Óhætt er að segja að Koo hafi gert eitthvað sem fáir hafa séð á fótboltavellinum. Lýsendur og sérfræðingar áttu fæstir til orð yfir sparktilraun hans.

Troy Aikman var sérfræðingur í útsendingu ESPN frá leiknum og sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt.

Manning-bræður, Peyton og Eli, eru þá hvern mánudag með eigin lýsingu á vegum ESPN með góðan gest. Leikarinn Danny DeVito var gestur þeirra í nótt og endurómuðu þeir allir tjáningu Aikmans: „Ég hef aldrei séð svona“.

Patriots unnu leik næturinnar með 33 stigum gegn 15 Giants-manna. Um var að ræða tíunda sigur Patriots í röð og stefna þeir hraðbyri á úrslitakeppnina.

Sjón er sögu ríkari en sérlega misheppnaða sparktilraun Koo má sjá í spilaranum ásamt viðbrögðum Manning-bræðra og DeVito.

Farið verður svo yfir alla umferðina í NFL-deildinni í Lokasókninni sem sýnd er á Sýn Sport klukkan 22:40.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×