Vilja koma á óhollustuskatti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2025 21:21 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Vísir/Bjarki Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra. Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra.
Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira