Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 10:30 Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnuslys Reykjavík Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Vinnuslys eru þau slys sem starfsmaður verður fyrir í vinnutíma og á eðlilegri leið til og frá vinnu. Um þessar tryggingar gilda reglur nr. 1/1990 og 2/1990 og er vísað til þeirra í kjarasamningum sem stéttarfélög gera um kaup og kjör við Reykjavíkurborg. Samkvæmt reglunum eru þeir starfsmenn slysatryggðir sem eru fastir og lausráðnir starfsmenn Reykjavíkurborgar, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við Reykjavíkurborg samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, enda taki samningurinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. Reykjavíkurborg hefur túlkað reglurnar þannig að ef einstaklingur starfar í aðalstarfi sínu annars staðar en hjá Reykjavíkurborg en starfar í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg, er hann ekki tryggður ef hann verður fyrir slysi í vinnunni. Gildir þá einu hversu alvarlegt slysið er. Slík mismunun opinbers aðila gengur eðli málsins samkvæmt ekki upp að mati undirritaðs. Markmið laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 koma í veg fyrir að starfsmenn í hlutastörfum sæti mismunun og samkvæmt ákvæðum laganna skulu starfsmenn í hlutastarfi ekki njóta lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einni að þeir eru ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá kemur skýrt fram í lögunum að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum laganna geti það varðað hann skaðabótum. Engar hlutlægar ástæður geta réttlætt það að starfsmenn sem eru í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg en starfa í aðalstarfi annarsstaðar, séu ótryggðir í vinnunni en um fjölda starfsmanna er að ræða. Ber sérstaklega að nefna að slysatrygging launþega undanskilur slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir. Er þetta þannig ekki réttlætanlegt með vísan til þess að starfsmennirnir séu tryggðir í hlutastarfinu í gegnum tryggingu þeirra í aðalstarfinu. Vandséð er því hvað réttlæti það að hlutastarfandi starfsmenn sem slasast í vinnunni hjá Reykjavíkurborg séu ótryggðir. Reykjavíkurborg hefur ítrekað komið sér hjá greiðslu slysabóta með vísan til þess að einstaklingur hafi ekki verið í sínu aðalstarfi er hann slasaðist við störf sín hjá Reykjavíkurborg. Sitja þeir starfsmann þannig uppi með tjón sitt sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Er um að ræða alvarlega mismunun á réttindum starfsmanna eftir því hvort þeir slasast í aðalstarfi sínu eða í hlutstarfi sínu. Það sem gerir málið enn alvarlega er að það virðist gert með samþykki stéttarfélaga, sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi allra félagsmanna sinna – ekki bara sumra. Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun