Sport

Dag­skráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryan Mbeumo spilar einn af síðutu leikjum sinum með Manchester United áður en hann fer í Afríkukeppnina.
Bryan Mbeumo spilar einn af síðutu leikjum sinum með Manchester United áður en hann fer í Afríkukeppnina. Getty/Alex Pantling

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Big Ben-þátturinn verður á sínum stað þar sem Guðmundur Benediktsson og Hjálmar Örn Jóhannsson fá til sín góða gesti og fara yfir íþróttalífið þar sem enska úrvalsdeildin fær stórt pláss.

Vikuumferðin í ensku úrvalsdeildinni endar í kvöld með leik Manchester Utd. og West Ham í beinni frá Old Trafford.

Það verður sýndur leikur úr þýsku bundesligunni í handbolta.

Dagurinn byrjar á útsendingu frá golfmóti og kvöldið endar síðan með leik í NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 19.40 hefst bein útsending frá leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 22.10 hefst Big Ben sem er umræðu- og viðtalsþáttur um íþróttir í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

SÝN Sport 4

Klukkan 13.00 hefst útsending frá Nedbank Golf Challenge-golfmótinu á DP World Tour.

Klukkan 02.30 hefst útsending frá Crown Australian Open golfmótinu á DP World Tour.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.55 hefst bein útsending frá leik Lemgo og Flensburg í þýsku Bundesligunni í handbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Ottawa Senators og New York Rangers í NFL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×