Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:32 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun