Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 13:00 Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun