Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar 10. desember 2025 09:32 Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun