Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2025 12:31 Pallurinn rifnaði af vörubílnum þegar honum var ekið á brúna. Vísir/Vilhelm Vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar við Breiðholtsbraut fyrr í dag. Breiðholtsbraut er því lokuð frá Jaðarseli að Elliðavatnsvegi og verður það um óákveðinn tíma. Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engin slys hafa verið á fólki. „Vörubifreið var ekið Breiðholtsbraut til austurs með pallinn uppi. Það eru bara mannleg mistök,“ segir Árni og að pallurinn hafi rekist í undirstöður brúarinnar. „Við höggið rifnar pallurinn af. Það voru sem betur fer engin slys á ökumanni eða öðru fólki en töluverðar skemmdir á undirstöðum og lögreglumenn sem eru á vettvangi segja að það verði lokað um óákveðinn tíma,“ segir Árni. Unnið er að því að tryggja öryggi undir og á brúnni. Vísir/Vilhelm Vinna að hreinsun Höskuldur Tryggvason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir nú unnið að hreinsun og að því að tryggja búnað undir brúnni. „Það er verið að yfirfara þetta og vinna að úrbótum,“ segir hann og að umferð verði ekki hleypt aftur í gegn fyrr en búið er að ganga úr skugga um að öruggt sé að aka undir brúna. Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Steypuvinnu við nýja brú yfir Breiðholtsbraut lauk um helgina. Verkefnastjóri segir verkið ganga vel, en þrátt fyrir takmarkanir á umferð eru alltaf einhverjir sem virða ekki reglurnar. 11. nóvember 2025 22:55 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana. 7. nóvember 2025 22:00 Loka Breiðholtsbraut alla helgina Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur. 6. nóvember 2025 11:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engin slys hafa verið á fólki. „Vörubifreið var ekið Breiðholtsbraut til austurs með pallinn uppi. Það eru bara mannleg mistök,“ segir Árni og að pallurinn hafi rekist í undirstöður brúarinnar. „Við höggið rifnar pallurinn af. Það voru sem betur fer engin slys á ökumanni eða öðru fólki en töluverðar skemmdir á undirstöðum og lögreglumenn sem eru á vettvangi segja að það verði lokað um óákveðinn tíma,“ segir Árni. Unnið er að því að tryggja öryggi undir og á brúnni. Vísir/Vilhelm Vinna að hreinsun Höskuldur Tryggvason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir nú unnið að hreinsun og að því að tryggja búnað undir brúnni. „Það er verið að yfirfara þetta og vinna að úrbótum,“ segir hann og að umferð verði ekki hleypt aftur í gegn fyrr en búið er að ganga úr skugga um að öruggt sé að aka undir brúna.
Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Steypuvinnu við nýja brú yfir Breiðholtsbraut lauk um helgina. Verkefnastjóri segir verkið ganga vel, en þrátt fyrir takmarkanir á umferð eru alltaf einhverjir sem virða ekki reglurnar. 11. nóvember 2025 22:55 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana. 7. nóvember 2025 22:00 Loka Breiðholtsbraut alla helgina Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur. 6. nóvember 2025 11:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Steypuvinnu við nýja brú yfir Breiðholtsbraut lauk um helgina. Verkefnastjóri segir verkið ganga vel, en þrátt fyrir takmarkanir á umferð eru alltaf einhverjir sem virða ekki reglurnar. 11. nóvember 2025 22:55
Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana. 7. nóvember 2025 22:00
Loka Breiðholtsbraut alla helgina Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur. 6. nóvember 2025 11:09