Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 11. desember 2025 08:00 Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar