Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 11. desember 2025 08:00 Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar