Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar 12. desember 2025 08:03 Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Áliðnaður Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun