Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 11. desember 2025 08:48 Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Um árabil hefur þó tilvist hans verið ógnað. Fólk skiptist í fylkingar, vini eða óvini flugvallarins, eftir því hvort það vilji að hann fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. Þannig hefur jafnframt myndast gjá milli ríkis og borgar og borgar og landsbyggðar. Staðreyndin er þó sú að ekki liggur fyrir önnur staðsetning á innanlandsflugvelli á höfuðborgarsvæðinu og þó svo væri er ljóst að uppbygging á nýjum flugvelli tekur langan tíma. Af samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar 2026-2040 má ráða að ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir að flugvöllurinn sé á förum á næstunni. Þvert á móti á að ráðast í uppbyggingu á nýrri flugstöð. Áætlunin gerir ráð fyrir því að byrjað verði að fjármagna nýja flugstöð árið 2029 og verkið standi yfir til 2040. Á sama tíma gerir aðalskipulag Reykjavíkurborgar þó ráð fyrir að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri leggist af árið 2032. Með öðrum orðum: borgin miðar við að rekstur flugvallarins hætti árið 2032 en ríkið miðar við að klára uppbyggingu á nýrri flugstöð árið 2040. Þarna blasir því við djúpstæð mótsögn á milli ríkis og borgar. Það byggir enginn flugstöð á flugvelli sem er ekki lengur til staðar. Breyta þarf Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Árið 2019 gerðu ríki og borg samkomulag um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur, á jafngóðum eða betri stað, væri tilbúinn. Sá staður hefur ekki verið fundinn. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa skapað verulega óvissu um Hvassahraun sem mögulegt flugvallarstæði og því ólíklegt að fjármagni verði varið í að byggja þar flugvöll. Þrátt fyrir það virðist meirihluti borgarstjórnar ætla að halda fast í stefnu borgarinnar um að flugvöllurinn skuli víkja árið 2032. Jafnframt leggjast borgarfulltrúar meirihlutans gegn uppbyggingu á nýrri flugstöð. Innviðauppbyggingu sem er mikilvæg til þess að tryggja öryggi og þjónustu við flugfarþega. Þetta þarf þó ekki að vera togstreita. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er mannanna verk og því má breyta. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við í Framsókn til að rekstur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður út gildistíma aðalskipulagsins. Orð og verk fara ekki saman Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur nýlega viðurkennt að engin ákvörðun liggi fyrir um nýjan flugvöll og að það geti tekið áratugi að koma nýjum flugvelli í gagnið. Hún hefur jafnframt sagt að því verði að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan enginn annar kostur er fyrir hendi. Þetta eru skynsamleg orð en þau stangast beint á við stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hætti starfsemi árið 2032. Spyrja verður því hvort að Samfylkingin ætli að endurskoða aðalskipulagið eða eru orð formannsins merkingarlaus? Hver er raunveruleg stefna flokksins? Orð eru til alls fyrst en án verka eru þau merkingarlaus. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Um árabil hefur þó tilvist hans verið ógnað. Fólk skiptist í fylkingar, vini eða óvini flugvallarins, eftir því hvort það vilji að hann fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. Þannig hefur jafnframt myndast gjá milli ríkis og borgar og borgar og landsbyggðar. Staðreyndin er þó sú að ekki liggur fyrir önnur staðsetning á innanlandsflugvelli á höfuðborgarsvæðinu og þó svo væri er ljóst að uppbygging á nýjum flugvelli tekur langan tíma. Af samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar 2026-2040 má ráða að ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir að flugvöllurinn sé á förum á næstunni. Þvert á móti á að ráðast í uppbyggingu á nýrri flugstöð. Áætlunin gerir ráð fyrir því að byrjað verði að fjármagna nýja flugstöð árið 2029 og verkið standi yfir til 2040. Á sama tíma gerir aðalskipulag Reykjavíkurborgar þó ráð fyrir að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri leggist af árið 2032. Með öðrum orðum: borgin miðar við að rekstur flugvallarins hætti árið 2032 en ríkið miðar við að klára uppbyggingu á nýrri flugstöð árið 2040. Þarna blasir því við djúpstæð mótsögn á milli ríkis og borgar. Það byggir enginn flugstöð á flugvelli sem er ekki lengur til staðar. Breyta þarf Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Árið 2019 gerðu ríki og borg samkomulag um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur, á jafngóðum eða betri stað, væri tilbúinn. Sá staður hefur ekki verið fundinn. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa skapað verulega óvissu um Hvassahraun sem mögulegt flugvallarstæði og því ólíklegt að fjármagni verði varið í að byggja þar flugvöll. Þrátt fyrir það virðist meirihluti borgarstjórnar ætla að halda fast í stefnu borgarinnar um að flugvöllurinn skuli víkja árið 2032. Jafnframt leggjast borgarfulltrúar meirihlutans gegn uppbyggingu á nýrri flugstöð. Innviðauppbyggingu sem er mikilvæg til þess að tryggja öryggi og þjónustu við flugfarþega. Þetta þarf þó ekki að vera togstreita. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er mannanna verk og því má breyta. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við í Framsókn til að rekstur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður út gildistíma aðalskipulagsins. Orð og verk fara ekki saman Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur nýlega viðurkennt að engin ákvörðun liggi fyrir um nýjan flugvöll og að það geti tekið áratugi að koma nýjum flugvelli í gagnið. Hún hefur jafnframt sagt að því verði að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan enginn annar kostur er fyrir hendi. Þetta eru skynsamleg orð en þau stangast beint á við stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hætti starfsemi árið 2032. Spyrja verður því hvort að Samfylkingin ætli að endurskoða aðalskipulagið eða eru orð formannsins merkingarlaus? Hver er raunveruleg stefna flokksins? Orð eru til alls fyrst en án verka eru þau merkingarlaus. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun