Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 11:10 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kom Evrópu til varnar gegn orrahríð bandarískra ráðamanna. Vísir/EPA Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira