Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Aron Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 09:32 Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli og verið farsæll í starfi Guðmundur Guðmundsson segir árangur sinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia tala sínu máli. Hann lítur stoltur yfir farinn veg sem reyndi á og var krefjandi á köflum. Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“ Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“
Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira