Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 07:00 T.J. Watt missir skiljanlega af leik Pittsburgh Steelers um helgina. Getty/Cooper Neill T.J. Watt, stjörnuleikmaður Pittsburgh Steelers, verður ekki með liðinu á næstunni en hann endaði mjög óvænt á skurðarborðinu í vikunni. Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira