Körfubolti

Hilmar með frá­bærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson átti frábæra innkomu í kvöld og setti niður eitt stærsta skot leiksins.
Hilmar Smári Henningsson átti frábæra innkomu í kvöld og setti niður eitt stærsta skot leiksins. Vísir/Hulda Margrét

Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava Hipocredit unnu tveggja stiga útisigur á Nevezis í lithásku körfuboltadeildinni í kvöld.

Hilmar Smári skilaði frábærum mínútum í leiknum en hann skoraði þrettán stig á rúmum sautján mínútum í leiknum.

Hilmar hitti úr fjórum af sex skotum sínum í leiknum og var einnig með þrjár stoðsendingar. Hilmar skoraði tvo þrista í þessum leik en hann setti niður gríðarlega stórt skot á lokakafla leiksins þegar hann kom Jonava yfir í 82-81 með þrist.

Hilmar var næststigahæstur í sínu liði en Makai Ashton skoraði mest eða sextán stig. Hilmar var með þrettán stig eins og Dziugas Slavinskas.

Jonava er áfram í neðsta sæti deildarinnar en þetta var aðeins annar sigur liðsins. Nevezis er með einum sigri meira í næsta sæti fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×