Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar 16. desember 2025 06:30 Fyrir rúmu ári lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fram fjárlagafrumvarp undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. Í kynningu á frumvarpinu lagði þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, áherslu á að það væru ekki skattahækkanir í frumvarpinu. Það fæli hins vegar í sér „bjartari tíma“. Samkvæmt því átti þó að hækka skatta og gjöld um 20,8 milljarða króna, eða sem nemur um 21,5 milljörðum króna á núvirði. Þar munaði mestu um hækkun á tekjuskatti fyrirtækja og því sem kallað var „endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis“, sem á mannamáli snýst um innleiðingu á kílómetragjaldi og hækkun vörugjalda á ökutæki. Helstu skattabreytingarnar sem hún lagði til sjást hér að neðan: Sú ríkisstjórn hrökklaðist svo frá völdum og í aðdraganda kosninga var fallið frá áformum hennar um að innleiða kílómetragjald og hækka vörugjöld, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hélt að kjósendur myndu telja það vinsælt að reka ríkissjóð áfram á yfirdrætti. Það reyndist ekki rétt og flokkurinn fékk sína verstu útreið í kosningum frá upphafi. Engar ríkisstyrktar umsagnir um óbærilegar hækkanir í fyrra Hrein stjórnarskipti urðu og ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við. Hún lagði fram skattabreytingar upp á 27,9 milljarða króna, þar sem innleiðing á kílómetragjaldinu og breyting á vörugjöldum eru fyrirferðamestar. Ef litið er fram hjá þeim tekjum sem ætlaðar voru á breytingum veiðigjalda, sem stjórnarandstaðan lagðist með fordæmalausum hætti gegn í sumar, þá eru breytingar á sköttum og gjöldum sem ætlaðar eru nú lægri en þær sem ætlaðar voru í fyrra. Samt öskraði enginn Sjálfstæðismaður á sjálfan sig að hann væri að fremja skattahækkanir í fyrra. Það voru engar fyrirsagnir um slíkt í Morgunblaðinu eða Viðskiptablaðinu. Ríkisstyrkta hugveitan Viðskiptaráð, sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokks gengst fúslega við í nýlegri grein að eigi „samleið með hugsjónum hægri manna“, gerði enga umsögn um óbærilegar skattahækkanir. Skattahækkunarlygin Stjórnarandstæðingar, ásamt ríkisstyrktum hugveitum og fjölmiðlum í nánu samstarfi við þá, þreytast samt sem áður ekki á skattahækkunarlyginni. Og endurtaka hana í sífellu, að því er virðist í einhverri furðulegri von um að ef eitthvað ósatt sé sagt nógu oft þá trúi fólk því frekar. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkurinn, sem búin eru til úr flóttafólki úr þeim tveimur fyrrnefndu, hafa fyrst og síðast áhuga á að lækka álögur á suma vel setta með afleiðingum á getu ríkisins til að sinna þjónustu við alla hina. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur einsett sér að gera skattkerfið almennara og loka skattaglufum fyrir þessa vel settu suma sem ofangreindur hópur berst um hæl og hnakka við að viðhalda. Um það snúast langflestar breytingar á skattkerfinu sem verið hafa til umræðu síðustu daga. Það og að geta fjármagnað velferð og innviðafjárfestingu, öllum landsmönnum til heilla. Lokun á glufum Venjulegt vinnandi fólk veltir eðlilega fyrir sér um hvað sé verið að karpa. Í fyrsta lagi má benda á afnám ívilnunar til handa bíleignum, sem átti að auka þátttöku þeirra í orkuskiptum, og felur í sér að þær þurfa nú að greiða virðisaukaskatt af notuðum vistvænum bílaleigubílum þegar þær selja þá. Áætlað er að þessi glufa hafi kostað ríkissjóð um tvo milljarða króna frá 2021 og þar af einn milljarð króna bara í ár. Þessir fjármunir renna beint í vasa bílaleigna. Önnur fyrirtæki og heimili landsins hafa ekki notið þessarar undanþágu. Áhrif þessa skattaafsláttar á orkuskipti hafa verið lítil. Hlutfall nýskráðra rafmagnsbíla hjá bílaleigum er aðeins níu prósent á meðan sama hlutfall er 49 prósent hjá öðrum fyrirtækjum og 60 prósent hjá heimilum landsins. Hlutfall hreinorkubíla af fólksbílaflota bílaleigna var átta prósent í nóvember 2025. Mikil samkeppni ríkir um fjármagn úr ríkissjóði til margvíslegra aðgerða í þágu orkuskipta og endurmeta þarf árangur og kostnaðarskilvirkni einstakra aðgerða jafnt og þétt út frá stöðu mála. Minnihlutinn á Alþingi er með böggum hildar yfir því að ný ríkisstjórn vilji loka þessari skattaglufu sem hefur ekki skilað nálægt því þeim árangri sem vonast var til heldur fyrst og síðast styrkt rekstur bílaleiga. Þegar endurmat á tekjum verður skyndilega skattahækkun Stjórnarandstaðan hefur líka staðið fyrir nánast súrrealískri upplýsingaóreiðu um fjárlög til að geta barnað furðuhugmyndir sínar um skattahækkanir. Hún kallaði endurmat á tekjum vegna erfðafjárskatts, sem á rætur að rekja til þess að fyrirframgreiðsla arfs hefur stóraukist, skattahækkun. Erfðafjárskattur verður nákvæmlega sá sami á næsta ári og hann var í ár. Hún reyndi að selja almenningi það að ríkisstjórnin ætlaði að taka af honum nýtingu persónuafsláttar vegna þess að verið er að afnema tvöfaldan skattafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar frá skatti. Þarna er um aðgerð að ræða sem snertir einungis ríkasta fólk landsins, pinkulítinn hóp sem á mjög mikið. Allt launafólk mun áfram sem áður geta nýtt sinn persónuafslátt að fullu. Barnaskattur og aðför að seinfæru fólki Kílómetragjaldið, sem hefur þann tilgang að láta notendur greiða fyrir afnot af vegum svo hægt sé að sinna viðhaldi og ráðast í nýframkvæmdir, og var mótað af verklausu ríkisstjórninni sem sat síðustu ár, var orðið að barnaskatti í meðförum stjórnarandstæðinga. Þegar sú fásinna festist illa var það orðið aðför að seinfæru fólki og eldri borgurum vegna þess að það er svo flókið að greiða gjaldið. Þess má geta að kílómetragjald á rafbíla hefur verið innheimt í næstum tvö ár án vandkvæða. Kerfið, hannað af síðustu ríkisstjórn, er einfalt og gagnsætt. Minnihlutinn á Alþingi reyndi að kalla afnám á samnýtingu skattþrepa, sem snertir einungis sex prósent tekjuhæstu landsmanna, sem afnám samsköttunar á alla. Það var sögnin sem hann vildi ná inn í kaffistofur landsmanna. Svæsnast af öllu var svo tilraunin til að selja réttarbót, sem hefur engin tekjuaukandi áhrif á Alþingi, sem vegferð ríkisstjórnarinnar til að gera fólki „nánast ómögulegt að fá endurgreiddan skatt“. Allt var þetta haugalygi. Annað hvort sett fram af ásetningi eða vanþekkingu. Sem er orðið vani frekar en undantekning þegar minnihlutinn á núverandi þingi á í hlut. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fram fjárlagafrumvarp undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. Í kynningu á frumvarpinu lagði þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, áherslu á að það væru ekki skattahækkanir í frumvarpinu. Það fæli hins vegar í sér „bjartari tíma“. Samkvæmt því átti þó að hækka skatta og gjöld um 20,8 milljarða króna, eða sem nemur um 21,5 milljörðum króna á núvirði. Þar munaði mestu um hækkun á tekjuskatti fyrirtækja og því sem kallað var „endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis“, sem á mannamáli snýst um innleiðingu á kílómetragjaldi og hækkun vörugjalda á ökutæki. Helstu skattabreytingarnar sem hún lagði til sjást hér að neðan: Sú ríkisstjórn hrökklaðist svo frá völdum og í aðdraganda kosninga var fallið frá áformum hennar um að innleiða kílómetragjald og hækka vörugjöld, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hélt að kjósendur myndu telja það vinsælt að reka ríkissjóð áfram á yfirdrætti. Það reyndist ekki rétt og flokkurinn fékk sína verstu útreið í kosningum frá upphafi. Engar ríkisstyrktar umsagnir um óbærilegar hækkanir í fyrra Hrein stjórnarskipti urðu og ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við. Hún lagði fram skattabreytingar upp á 27,9 milljarða króna, þar sem innleiðing á kílómetragjaldinu og breyting á vörugjöldum eru fyrirferðamestar. Ef litið er fram hjá þeim tekjum sem ætlaðar voru á breytingum veiðigjalda, sem stjórnarandstaðan lagðist með fordæmalausum hætti gegn í sumar, þá eru breytingar á sköttum og gjöldum sem ætlaðar eru nú lægri en þær sem ætlaðar voru í fyrra. Samt öskraði enginn Sjálfstæðismaður á sjálfan sig að hann væri að fremja skattahækkanir í fyrra. Það voru engar fyrirsagnir um slíkt í Morgunblaðinu eða Viðskiptablaðinu. Ríkisstyrkta hugveitan Viðskiptaráð, sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokks gengst fúslega við í nýlegri grein að eigi „samleið með hugsjónum hægri manna“, gerði enga umsögn um óbærilegar skattahækkanir. Skattahækkunarlygin Stjórnarandstæðingar, ásamt ríkisstyrktum hugveitum og fjölmiðlum í nánu samstarfi við þá, þreytast samt sem áður ekki á skattahækkunarlyginni. Og endurtaka hana í sífellu, að því er virðist í einhverri furðulegri von um að ef eitthvað ósatt sé sagt nógu oft þá trúi fólk því frekar. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkurinn, sem búin eru til úr flóttafólki úr þeim tveimur fyrrnefndu, hafa fyrst og síðast áhuga á að lækka álögur á suma vel setta með afleiðingum á getu ríkisins til að sinna þjónustu við alla hina. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur einsett sér að gera skattkerfið almennara og loka skattaglufum fyrir þessa vel settu suma sem ofangreindur hópur berst um hæl og hnakka við að viðhalda. Um það snúast langflestar breytingar á skattkerfinu sem verið hafa til umræðu síðustu daga. Það og að geta fjármagnað velferð og innviðafjárfestingu, öllum landsmönnum til heilla. Lokun á glufum Venjulegt vinnandi fólk veltir eðlilega fyrir sér um hvað sé verið að karpa. Í fyrsta lagi má benda á afnám ívilnunar til handa bíleignum, sem átti að auka þátttöku þeirra í orkuskiptum, og felur í sér að þær þurfa nú að greiða virðisaukaskatt af notuðum vistvænum bílaleigubílum þegar þær selja þá. Áætlað er að þessi glufa hafi kostað ríkissjóð um tvo milljarða króna frá 2021 og þar af einn milljarð króna bara í ár. Þessir fjármunir renna beint í vasa bílaleigna. Önnur fyrirtæki og heimili landsins hafa ekki notið þessarar undanþágu. Áhrif þessa skattaafsláttar á orkuskipti hafa verið lítil. Hlutfall nýskráðra rafmagnsbíla hjá bílaleigum er aðeins níu prósent á meðan sama hlutfall er 49 prósent hjá öðrum fyrirtækjum og 60 prósent hjá heimilum landsins. Hlutfall hreinorkubíla af fólksbílaflota bílaleigna var átta prósent í nóvember 2025. Mikil samkeppni ríkir um fjármagn úr ríkissjóði til margvíslegra aðgerða í þágu orkuskipta og endurmeta þarf árangur og kostnaðarskilvirkni einstakra aðgerða jafnt og þétt út frá stöðu mála. Minnihlutinn á Alþingi er með böggum hildar yfir því að ný ríkisstjórn vilji loka þessari skattaglufu sem hefur ekki skilað nálægt því þeim árangri sem vonast var til heldur fyrst og síðast styrkt rekstur bílaleiga. Þegar endurmat á tekjum verður skyndilega skattahækkun Stjórnarandstaðan hefur líka staðið fyrir nánast súrrealískri upplýsingaóreiðu um fjárlög til að geta barnað furðuhugmyndir sínar um skattahækkanir. Hún kallaði endurmat á tekjum vegna erfðafjárskatts, sem á rætur að rekja til þess að fyrirframgreiðsla arfs hefur stóraukist, skattahækkun. Erfðafjárskattur verður nákvæmlega sá sami á næsta ári og hann var í ár. Hún reyndi að selja almenningi það að ríkisstjórnin ætlaði að taka af honum nýtingu persónuafsláttar vegna þess að verið er að afnema tvöfaldan skattafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar frá skatti. Þarna er um aðgerð að ræða sem snertir einungis ríkasta fólk landsins, pinkulítinn hóp sem á mjög mikið. Allt launafólk mun áfram sem áður geta nýtt sinn persónuafslátt að fullu. Barnaskattur og aðför að seinfæru fólki Kílómetragjaldið, sem hefur þann tilgang að láta notendur greiða fyrir afnot af vegum svo hægt sé að sinna viðhaldi og ráðast í nýframkvæmdir, og var mótað af verklausu ríkisstjórninni sem sat síðustu ár, var orðið að barnaskatti í meðförum stjórnarandstæðinga. Þegar sú fásinna festist illa var það orðið aðför að seinfæru fólki og eldri borgurum vegna þess að það er svo flókið að greiða gjaldið. Þess má geta að kílómetragjald á rafbíla hefur verið innheimt í næstum tvö ár án vandkvæða. Kerfið, hannað af síðustu ríkisstjórn, er einfalt og gagnsætt. Minnihlutinn á Alþingi reyndi að kalla afnám á samnýtingu skattþrepa, sem snertir einungis sex prósent tekjuhæstu landsmanna, sem afnám samsköttunar á alla. Það var sögnin sem hann vildi ná inn í kaffistofur landsmanna. Svæsnast af öllu var svo tilraunin til að selja réttarbót, sem hefur engin tekjuaukandi áhrif á Alþingi, sem vegferð ríkisstjórnarinnar til að gera fólki „nánast ómögulegt að fá endurgreiddan skatt“. Allt var þetta haugalygi. Annað hvort sett fram af ásetningi eða vanþekkingu. Sem er orðið vani frekar en undantekning þegar minnihlutinn á núverandi þingi á í hlut. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun