Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar 18. desember 2025 08:03 Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi. Jafnvægi í fjármálum ríkisins Nú styttist í að Alþingi greiði atkvæði um fjárlög ársins 2026. Þau eru söguleg fyrir margra hluta sakir. Ríkisstjórnin hefur náð árangri í endurreisn ríkissjóðs eftir áralangan hallarekstur og verðbólga er loksins á niðurleið. Í augsýn er hið langþráða markmið um jafnvægi milli tekna og útgjalda ríkisins, sem skiptir miklu máli. Ef ríkið er rekið með halla þýðir það að lífskjör okkar í dag eru tekin að láni og reikningurinn sendur næstu kynslóðum með vöxtum. Þá á ósjálfbær útgjaldavöxtur ríkisins þátt í að skapa og viðhalda verðbólgunni sem við höfum öll fundið harkalega fyrir. Þetta mun skapa okkur svigrúm til þess að gera tvennt. Annars vegar að greiða niður skuldir ríkisins sem við höfum á einu ári lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Hins vegar að forgangsraða útgjöldum til þeirrar þjónustu sem skiptir fólkið mestu máli – samgangna, menntunar, heilbrigðis og öryggis. Á hverju byggist árangurinn? Stöðguleikaregla sem ríkisstjórnin setti er algjört lykilatriði við að koma jafnvægi á ríkisreksturinn. Hún tryggir að þessi ríkisstjórn og þær sem á eftir okkur koma muni ekki auka ríkisútgjöld meira en hagkerfið þolir. Með öðrum orðum höfum við skotið loku fyrir að stjórnmálamenn freistist til þess að verja tímabundnum tekjum í varanleg útgjöld. Við höfum einnig gert reksturinn skilvirkari á grundvelli nærri fjögur þúsund hagræðingartillagna sem bárust frá almenningi. Þær hafa skilað lækkun á árlegum útgjöldum um rúmlega 15 milljarða króna og á tímabili fjármálaáætlunar mun sparnaðurinn nema 107 milljörðum. Þannig sköpum við jarðveg fyrir hjöðnun verðbólgunnar og í kjölfarið lækkunar vaxta af lánum heimila og fyrirtækja. Það er langsamlega stærsta kjarabótin sem völ er á. Þetta vinnst ekki á einni nóttu og krefst aga og varfærni í hverju skrefi. Við erum þó þegar farin að finna fyrir árangrinum. Verðbólgan er sú lægsta sem mælst hefur í 5 ár. Breytingar á útgjöldum og tekjum Lengi má tína til ýmsa þætti til hækkunar eða lækkunar á einstaka liðum fjárlaganna, enda eru þau bæði stór og umfangsmikil. Staðreyndin er þó sú að á milli 2019 og 2025 hækkuðu skatttekjur ríkissjóðs um tæplega 2% af vergri landsframleiðslu en á milli 2025 og 2026 munu þær standa í stað. Vörugjald á nýskráða bíla hefur verið nokkuð í umræðunni. Það hefur verið hækkað á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti en á sama tíma fellt alveg niður af bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Aukist tekjur ríkisins við þessa breytingu mun þeim varið í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins sem hefur mætt afgangi frá hruni. Fyrirtækjaskattur er lækkaður. Innviðagjald er lækkað. Skattaafsláttur fyrir sambúðarfólk þar sem annað er í efsta skattþrepi, að hámarki um 34 þúsund krónum á mánuði, er felldur niður. Það felur vissulega í sér skattahækkun fyrir ákveðinn hluta fólks en skapar skilyrði fyrir almennum lækkunum með því að einfalda kerfið og fækka undanþágum. Að skapa slík skilyrði tel ég ekki síður vera mitt verkefni en að koma jafnvægi á ríkisreksturinn. Réttur sambýlisfólks til þess að samnýta persónuafslátt, sem nýtist mun fleirum og á breiðara tekjubili, stendur alveg óhaggaður. Að sama skapi höfum við ekki gert breytingar á erfðafjárskatti eða á endurgreiðslum ofgreiddra skatta við framtalsskil, þrátt fyrir að hinu gagnstæða hafi verið haldið fram. Þá er verður samhliða upptöku kílómetragjalds fellt niður bensín- og olíugjald sem nú er innheimt við dælur. Fjárlagafrumvarpið var upphaflega lagt fram með nokkrum afkomubata milli ára. Litlar breytingar hafa orðið á áformuðu útgjaldastigi ríkissjóðs. Það var 30,7% af vergri landsframleiðslu við framlagningu og er óbreytt að teknu tilliti til breytingatillagna fjárlaganefndar. Kólnun efnahagsumsvifa veldur því hins vegar að tekjur ríkissjóðs verða 0,3 prósentum minni í hlutfalli við landsframleiðslu en áður var gert ráð fyrir. Jákvæðar horfur Í stóru myndinni er íslenska hagkerfið traust. Skuldir heimila og fyrirtækja eru í lágmarki og efnahagur beggja sterkur. Við tökum nú til hendinni í rekstri ríkisins, minnkum hallann, greiðum niður skuldir og stuðlum að áframhaldandi lækkun vaxta. Svigrúmið sem við höfum skapað með hagræðingu og umbótum í ríkisrekstrinum höfum við nýtt til þess að gera stórátak í viðhaldi vega, fjármagna þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda, styrkja geðþjónustu barna, fjölga hjúkrunarrýmum, fjölga lögreglumönnum og svo mætti áfram telja. Fjármögnun þessara verkefna rúmast innan stöðugleikareglunnar. Á þessum grunni munum við standa vörð um lífskjör Íslendinga án þess að senda börnunum okkar reikninginn. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Daði Már Kristófersson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi. Jafnvægi í fjármálum ríkisins Nú styttist í að Alþingi greiði atkvæði um fjárlög ársins 2026. Þau eru söguleg fyrir margra hluta sakir. Ríkisstjórnin hefur náð árangri í endurreisn ríkissjóðs eftir áralangan hallarekstur og verðbólga er loksins á niðurleið. Í augsýn er hið langþráða markmið um jafnvægi milli tekna og útgjalda ríkisins, sem skiptir miklu máli. Ef ríkið er rekið með halla þýðir það að lífskjör okkar í dag eru tekin að láni og reikningurinn sendur næstu kynslóðum með vöxtum. Þá á ósjálfbær útgjaldavöxtur ríkisins þátt í að skapa og viðhalda verðbólgunni sem við höfum öll fundið harkalega fyrir. Þetta mun skapa okkur svigrúm til þess að gera tvennt. Annars vegar að greiða niður skuldir ríkisins sem við höfum á einu ári lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Hins vegar að forgangsraða útgjöldum til þeirrar þjónustu sem skiptir fólkið mestu máli – samgangna, menntunar, heilbrigðis og öryggis. Á hverju byggist árangurinn? Stöðguleikaregla sem ríkisstjórnin setti er algjört lykilatriði við að koma jafnvægi á ríkisreksturinn. Hún tryggir að þessi ríkisstjórn og þær sem á eftir okkur koma muni ekki auka ríkisútgjöld meira en hagkerfið þolir. Með öðrum orðum höfum við skotið loku fyrir að stjórnmálamenn freistist til þess að verja tímabundnum tekjum í varanleg útgjöld. Við höfum einnig gert reksturinn skilvirkari á grundvelli nærri fjögur þúsund hagræðingartillagna sem bárust frá almenningi. Þær hafa skilað lækkun á árlegum útgjöldum um rúmlega 15 milljarða króna og á tímabili fjármálaáætlunar mun sparnaðurinn nema 107 milljörðum. Þannig sköpum við jarðveg fyrir hjöðnun verðbólgunnar og í kjölfarið lækkunar vaxta af lánum heimila og fyrirtækja. Það er langsamlega stærsta kjarabótin sem völ er á. Þetta vinnst ekki á einni nóttu og krefst aga og varfærni í hverju skrefi. Við erum þó þegar farin að finna fyrir árangrinum. Verðbólgan er sú lægsta sem mælst hefur í 5 ár. Breytingar á útgjöldum og tekjum Lengi má tína til ýmsa þætti til hækkunar eða lækkunar á einstaka liðum fjárlaganna, enda eru þau bæði stór og umfangsmikil. Staðreyndin er þó sú að á milli 2019 og 2025 hækkuðu skatttekjur ríkissjóðs um tæplega 2% af vergri landsframleiðslu en á milli 2025 og 2026 munu þær standa í stað. Vörugjald á nýskráða bíla hefur verið nokkuð í umræðunni. Það hefur verið hækkað á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti en á sama tíma fellt alveg niður af bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Aukist tekjur ríkisins við þessa breytingu mun þeim varið í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins sem hefur mætt afgangi frá hruni. Fyrirtækjaskattur er lækkaður. Innviðagjald er lækkað. Skattaafsláttur fyrir sambúðarfólk þar sem annað er í efsta skattþrepi, að hámarki um 34 þúsund krónum á mánuði, er felldur niður. Það felur vissulega í sér skattahækkun fyrir ákveðinn hluta fólks en skapar skilyrði fyrir almennum lækkunum með því að einfalda kerfið og fækka undanþágum. Að skapa slík skilyrði tel ég ekki síður vera mitt verkefni en að koma jafnvægi á ríkisreksturinn. Réttur sambýlisfólks til þess að samnýta persónuafslátt, sem nýtist mun fleirum og á breiðara tekjubili, stendur alveg óhaggaður. Að sama skapi höfum við ekki gert breytingar á erfðafjárskatti eða á endurgreiðslum ofgreiddra skatta við framtalsskil, þrátt fyrir að hinu gagnstæða hafi verið haldið fram. Þá er verður samhliða upptöku kílómetragjalds fellt niður bensín- og olíugjald sem nú er innheimt við dælur. Fjárlagafrumvarpið var upphaflega lagt fram með nokkrum afkomubata milli ára. Litlar breytingar hafa orðið á áformuðu útgjaldastigi ríkissjóðs. Það var 30,7% af vergri landsframleiðslu við framlagningu og er óbreytt að teknu tilliti til breytingatillagna fjárlaganefndar. Kólnun efnahagsumsvifa veldur því hins vegar að tekjur ríkissjóðs verða 0,3 prósentum minni í hlutfalli við landsframleiðslu en áður var gert ráð fyrir. Jákvæðar horfur Í stóru myndinni er íslenska hagkerfið traust. Skuldir heimila og fyrirtækja eru í lágmarki og efnahagur beggja sterkur. Við tökum nú til hendinni í rekstri ríkisins, minnkum hallann, greiðum niður skuldir og stuðlum að áframhaldandi lækkun vaxta. Svigrúmið sem við höfum skapað með hagræðingu og umbótum í ríkisrekstrinum höfum við nýtt til þess að gera stórátak í viðhaldi vega, fjármagna þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda, styrkja geðþjónustu barna, fjölga hjúkrunarrýmum, fjölga lögreglumönnum og svo mætti áfram telja. Fjármögnun þessara verkefna rúmast innan stöðugleikareglunnar. Á þessum grunni munum við standa vörð um lífskjör Íslendinga án þess að senda börnunum okkar reikninginn. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Viðreisnar.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun