Innlent

Reyndu að koma út­lendinga­frum­varpi að á síðustu stundu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi koma einu af stóru málum flokksins að á lokametrunum en án árangurs.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi koma einu af stóru málum flokksins að á lokametrunum en án árangurs. Vísir/Anton Brink

Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hart að því að koma frumvarpinu á dagskrá þingsins og ná þannig þingmáli dómsmálaráðherra í gegn fyrir áramót.

Stefnt er að því að ljúka þingstörfum í dag.Vísir/Vilhelm

Formenn þingflokka hafa hins vegar þegar komist að samkomulagi um þau mál sem til stendur að afgreiða fyrir þingfrestun og nú á lokametrunum er verið að klára mál sem þola ekki bið og fela í sér gjaldahækkanir og aðrar breytingar sem eiga að taka gildi um áramót.

Tilraun var gerð til þess að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar á dagskrá þingsins á síðustu stundu.Vísir/Anton Brink

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur legið á Viðreisnarliðum að koma einhverju af málum flokksins í gegnum þingið. Formenn allra flokka funduðu um málið í dag en stjórnarandstaðan er sögð hafa mótmælt því harðlega að ganga gegn samkomulaginu sem er fyrir hendi. 

Þá mun Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafa hafnað því að setja málið á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×