Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar 18. desember 2025 20:01 Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Ríkisstjórnin, sem kallar sig gjarnan verkstjórn, leggur nú til umfangsmiklar skatt- og gjaldahækkanir sem bitna af fullum þunga á heimilum og atvinnulífi. Dæmin tala sínu máli. Hækkun vörugjalda á ökutæki um milljarða hefur þegar ýtt undir kapphlaup fólks og fyrirtækja til að flytja inn bíla fyrir áramót. Afleiðingin er augljós. Fjölskyldur munu síður hafa efni á nýrri og öruggari bifreiðum í framtíðinni og bílaleiguflotinn mun eldast og fjárfestingageta fyrirtækjanna mun skerðast. Þá á að innleiða kílómetragjald þar sem yfir 300 þúsund bíleigendur fá senda reikninga í stað þess að greiða gjöld á dælunni. Til viðbótar við flókna framkvæmd og mikinn umsýslukostnað fyrir bæði ríki og fyrirtæki, mun gjaldið hækka kostnað bílaleiga um tugi prósenta og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Að ofan bætist sektarheimild sem getur numið allt að 100 milljónum króna, sem segir sitt um hugarfarið. Ríkisstjórnin hyggst einnig afnema samsköttun hjóna, þ.e. samnýtingu skattþrepa. Þar með er verið að slíta í sundur úrræði sem að minnsta kosti 15 þúsund heimili nýta sér í dag. Fyrir mörg þeirra þýðir þetta umtalsverð tekjuskerðing sem er bein atlaga að vinnandi fólki og fjölskyldum landsins. Á sama tíma er dregið úr möguleikum fólks til að nýta séreignarsparnað til íbúðakaupa með því að setja tímamörk sem útiloka þorra fólks frá úrræðinu á næsta ári. Þannig er enn þrengt að leiðum ungs fólks og tekjulægri hópa til að eignast eigið húsnæði. Þessu fylgir svo krónutöluhækkun á nánast öll opinber gjöld, langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útvarpsgjald, áfengisgjöld, bifreiðagjöld hækka og listinn er langur og sameiginlegt með honum öllum er að kostnaður almennings hækkar án þess að þjónustan batni. Ekki er þar með allt upptalið. Skattar á leigutekjur eiga að hækka um helming, sem mun óhjákvæmilega skila sér í hærri leiguverði. Áhrifin á vísitölu neysluverðs geta numið allt að 0,7% af þessari einu aðgerð með keðjuverkandi áhrifum á verðtryggð lán heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur um aðhald í ríkisrekstri, lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs, leiðir til að loka fjárlagagatinu og um leið tillögur til að lækka skatta og gjöld á almenning og atvinnulífið. Þeim tillögum hefur öllum verið hafnað. Verra er þó að þessar aðgerðir munu hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um allt að 20 milljarða króna. Fyrir fjölskyldur landsins þýðir það minna svigrúm, meiri óvissu og lakari lífskjör, einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin teygir enn lengra í vasa þeirra. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn. Þetta er stefna sem refsar fólki fyrir að vinna, spara og reyna að bæta hag sinn. Það væri nær fyrir verkstjórnina að taka sér til fyrirmyndar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður vörugjöld á yfir þúsund vöruflokkum árið 2015 og sparaði þar með heimilunum yfir 20 milljarða á ári. Misjafnt hafast menn að. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Ríkisstjórnin, sem kallar sig gjarnan verkstjórn, leggur nú til umfangsmiklar skatt- og gjaldahækkanir sem bitna af fullum þunga á heimilum og atvinnulífi. Dæmin tala sínu máli. Hækkun vörugjalda á ökutæki um milljarða hefur þegar ýtt undir kapphlaup fólks og fyrirtækja til að flytja inn bíla fyrir áramót. Afleiðingin er augljós. Fjölskyldur munu síður hafa efni á nýrri og öruggari bifreiðum í framtíðinni og bílaleiguflotinn mun eldast og fjárfestingageta fyrirtækjanna mun skerðast. Þá á að innleiða kílómetragjald þar sem yfir 300 þúsund bíleigendur fá senda reikninga í stað þess að greiða gjöld á dælunni. Til viðbótar við flókna framkvæmd og mikinn umsýslukostnað fyrir bæði ríki og fyrirtæki, mun gjaldið hækka kostnað bílaleiga um tugi prósenta og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Að ofan bætist sektarheimild sem getur numið allt að 100 milljónum króna, sem segir sitt um hugarfarið. Ríkisstjórnin hyggst einnig afnema samsköttun hjóna, þ.e. samnýtingu skattþrepa. Þar með er verið að slíta í sundur úrræði sem að minnsta kosti 15 þúsund heimili nýta sér í dag. Fyrir mörg þeirra þýðir þetta umtalsverð tekjuskerðing sem er bein atlaga að vinnandi fólki og fjölskyldum landsins. Á sama tíma er dregið úr möguleikum fólks til að nýta séreignarsparnað til íbúðakaupa með því að setja tímamörk sem útiloka þorra fólks frá úrræðinu á næsta ári. Þannig er enn þrengt að leiðum ungs fólks og tekjulægri hópa til að eignast eigið húsnæði. Þessu fylgir svo krónutöluhækkun á nánast öll opinber gjöld, langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útvarpsgjald, áfengisgjöld, bifreiðagjöld hækka og listinn er langur og sameiginlegt með honum öllum er að kostnaður almennings hækkar án þess að þjónustan batni. Ekki er þar með allt upptalið. Skattar á leigutekjur eiga að hækka um helming, sem mun óhjákvæmilega skila sér í hærri leiguverði. Áhrifin á vísitölu neysluverðs geta numið allt að 0,7% af þessari einu aðgerð með keðjuverkandi áhrifum á verðtryggð lán heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur um aðhald í ríkisrekstri, lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs, leiðir til að loka fjárlagagatinu og um leið tillögur til að lækka skatta og gjöld á almenning og atvinnulífið. Þeim tillögum hefur öllum verið hafnað. Verra er þó að þessar aðgerðir munu hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um allt að 20 milljarða króna. Fyrir fjölskyldur landsins þýðir það minna svigrúm, meiri óvissu og lakari lífskjör, einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin teygir enn lengra í vasa þeirra. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn. Þetta er stefna sem refsar fólki fyrir að vinna, spara og reyna að bæta hag sinn. Það væri nær fyrir verkstjórnina að taka sér til fyrirmyndar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður vörugjöld á yfir þúsund vöruflokkum árið 2015 og sparaði þar með heimilunum yfir 20 milljarða á ári. Misjafnt hafast menn að. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun