Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2025 20:48 Töluverður viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/AP Sex voru um borð í einkaflugvél sem brotlenti í lendingu á Statesville-flugvellinum í North-Carolina í Bandaríkjunum. Samkvæmt erlendum miðlum var kappakstursmaðurinn Greg Biffle um borð ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það hefur þó ekki verið staðfest. Í frétt ABC segir að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafi staðfest að sex hafi verið um borð í vélinni sem var af tegundinni Cessna C550. Í fréttinni segir að ekki sé vitað hvað varð til þess að vélin hrapaði en flugvöllurinn í Statesville er lokaður. Í frétt BBC segir að Darren Campbell, sýslumaður í Iredell-sýslu, staðfesti við AP fréttaveituna að manntjón hafi orðið en neitaði að segja hversu margir hefðu látist. Vélin í eigu Biffle Skráningarupplýsingar flugvélarinnar bendi þó til þess að hún sé í eigu einkafyrirtækis sem tengist Greg Biffle. Þar er einnig haft eftir John Ferguson, flugvallarstjóra Statesville-flugvallar, að flugvélin hafi verið alelda þegar hann kom á vettvang. Biffle keppti í kappakstri. Ekki hefur verið staðfest að hann hafi verið um borð í vélinni. Vísir/Getty Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hversu margir eru látnir eða að Biffle og fjölskylda hans hafi verið um borð en bandaríski þingmaðurinn Greg Hudson birti færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann harmaði andlát fjölskyldunnar. „Þau voru vinir sem lifðu lífi sínu með það að markmiði að hjálpa öðrum. Greg var mikill NASCAR-meistari sem gladdi milljónir aðdáenda. En hann var líka einstök manneskja og hans verður minnst fyrir þjónustu sína við aðra jafn mikið og fyrir óttaleysi sitt á brautinni. Biffle-hjónin flugu hundruð björgunarferða í vesturhluta Norður-Karólínu eftir fellibylinn Helene,“ segir hann í færslunni. Færsla þingmannsins. X Þotan fór í loftið um klukkan 10:06 að staðartíma og var stutt í loftinu áður en slysið varð. Hún hrapaði á austurenda flugbrautarinnar og yfirvöld hafa enn engar upplýsingar um orsök slyssins. Í fréttinni segir að atvikið verði rannsakað og að rannsóknarteymi verði komið á flugvöllinn á fimmtudagskvöldið. Statesville-svæðisflugvöllurinn (KSVH) er í eigu Statesville-borgar, sem er um 45 mínútur norður af Charlotte. Fréttir af flugi Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Í frétt ABC segir að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafi staðfest að sex hafi verið um borð í vélinni sem var af tegundinni Cessna C550. Í fréttinni segir að ekki sé vitað hvað varð til þess að vélin hrapaði en flugvöllurinn í Statesville er lokaður. Í frétt BBC segir að Darren Campbell, sýslumaður í Iredell-sýslu, staðfesti við AP fréttaveituna að manntjón hafi orðið en neitaði að segja hversu margir hefðu látist. Vélin í eigu Biffle Skráningarupplýsingar flugvélarinnar bendi þó til þess að hún sé í eigu einkafyrirtækis sem tengist Greg Biffle. Þar er einnig haft eftir John Ferguson, flugvallarstjóra Statesville-flugvallar, að flugvélin hafi verið alelda þegar hann kom á vettvang. Biffle keppti í kappakstri. Ekki hefur verið staðfest að hann hafi verið um borð í vélinni. Vísir/Getty Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hversu margir eru látnir eða að Biffle og fjölskylda hans hafi verið um borð en bandaríski þingmaðurinn Greg Hudson birti færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann harmaði andlát fjölskyldunnar. „Þau voru vinir sem lifðu lífi sínu með það að markmiði að hjálpa öðrum. Greg var mikill NASCAR-meistari sem gladdi milljónir aðdáenda. En hann var líka einstök manneskja og hans verður minnst fyrir þjónustu sína við aðra jafn mikið og fyrir óttaleysi sitt á brautinni. Biffle-hjónin flugu hundruð björgunarferða í vesturhluta Norður-Karólínu eftir fellibylinn Helene,“ segir hann í færslunni. Færsla þingmannsins. X Þotan fór í loftið um klukkan 10:06 að staðartíma og var stutt í loftinu áður en slysið varð. Hún hrapaði á austurenda flugbrautarinnar og yfirvöld hafa enn engar upplýsingar um orsök slyssins. Í fréttinni segir að atvikið verði rannsakað og að rannsóknarteymi verði komið á flugvöllinn á fimmtudagskvöldið. Statesville-svæðisflugvöllurinn (KSVH) er í eigu Statesville-borgar, sem er um 45 mínútur norður af Charlotte.
Fréttir af flugi Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira