Sport

Dag­skráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar Hauka eiga sviðið á Sýn Sport Ísland í kvöld.
Íslandsmeistarar Hauka eiga sviðið á Sýn Sport Ísland í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Sérstakur Íslandsmeistaraþáttur tileinkaður kvennaliði Hauka í körfubolta verður sýndur á Sýn Sport Ísland í kvöld. Enski boltinn, HM í pílukasti og NFL Red Zone bíður einnig þeirra sem vilja hafa það náðugt í sófanum í dag.

Sýn Sport

Enski boltinn bauð upp á frábæra skemmtun í gær og í dag eru tveir leikir. Sunderland mætir Leeds klukkan 14 og Crystal Palace mætir Tottenham klukkan 16:30. Umferðin verður svo gerð upp í Sunnudagsmessunni sem hefst strax eftir Lundúnaslaginn, eða um klukkan 18:35.

Sýn Sport Ísland

Meistaraþáttur um sigur Hauka í Bónus-deild kvenna í vor er á dagskrá klukkan 20 á Sýn Sport Ísland. Sérstakir þættir voru gerðir um alla Íslandsmeistarana í körfubolta og fótbolta í ár, með viðtölum við helstu hetjurnar, og verða þeir sýndir nú þegar árið er að líða.

Sýn Sport Viaplay

HM í pílukasti heldur áfram og þar er heldur betur farið að hitna í kolunum. Fyrri beina útsendingin er eins og vanalega klukkan 12:25 og sú seinni hefst svo klukkan 18:55. Gary Anderson, Luke Humphries og Micheal van Gerwen eru á meðal þeirra sem keppa í dag, um sæti í 16 manna úrslitum.

Sýn Sport 2 og 3

Það er fullt af leikjum í NFL-deildinni í dag og meðal annars sjö leikir á sama tíma í NFL Red Zone á Sýn Sport 3, klukkan 17:55. Stakur leikur í beinni á Sýn Sport 2 og svo aftur klukkan 21:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×