Sport

Joshua í bíl­slysi þar sem tveir létust

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins nokkrir dagar eru síðan Anthony Joshua sigraði Jake Paul í boxbardaga.
Aðeins nokkrir dagar eru síðan Anthony Joshua sigraði Jake Paul í boxbardaga. getty/JC Ruiz

Enski hnefaleikakappinn Anthony Joshua lenti í bílslysi í Nígeríu þar sem tveir létust.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsli Joshuas minni háttar.

Slysið varð á þjóðveginum milli Lagos og Ibadan í morgun. Staðfest hefur verið að tveir hafi látist í slysinu.

Joshua var farþegi í Lexus bifreið sem lenti í árekstri við Mitsubishi Pajero bíl. Joshua sat fyrir aftan ökumanninn.

Joshua sigraði Jake Paul í bardaga 19. desember en hefur varið undanförnum dögum í Nígeríu þangað sem hann á ættir að rekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×