Sport

Dag­skráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Declan Rice og Martin Odegaard fagna saman marki með Arsenal í síðustu umferð.
Declan Rice og Martin Odegaard fagna saman marki með Arsenal í síðustu umferð. Getty/Bradley Collyer

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum.

Enska úrvalsdeildin verður í sviðsljósinu í kvöld en sex leikir verða í beinni og lið eins og Manchester United, Arsenal, Chelsea og Newcastle verða öll í sviðsljósinu.

Doc Zone er líka á óvenjulegum tíma og með óvenjulegan stjórnanda. Mini Doc mun sjá um þáttinn að þessu sinni en í kvöld fara fram fullt af leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Doc Zone mun fylgjast með gangi mála í öllum leikjum en Þriðjudagsmörkin munu svo gera upp kvöldið.

Það eru áramót og næstu daga fá Íslandsmeistarar síðasta árs hver sinn þátt en í kvöld er komið að Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus-deild karla í körfubolta. Farið verður yfir viðburðarríkt og sögulegt tímabil í Garðabænum.

Heimsmeistaramótið í pílukasti er líka í fullum gangi en fjórða umferðin er komin af stað sem eru sextán liða úrslitin. Það eru bæði leikir í hádeginu sem og um kvöldið en eftir daginn verður ljóst hverjir spila í átta manna úrslutum á Nýársdag.

Kvöldið endar síðan með leik í NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 20.00 hefst þáttur um karlalið Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í Bónus-deild karla í körfubolta 2025.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 19.20 hefst bein útsending frá leik West Ham og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 22.25 hefjast Þriðjudagsmörkin þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport

Klukkan 19.15 hefst Doc Zone þar sem Mini Doc og félagar fylgjast með gangi mála í enska boltanum.

Klukkan 22.20 hefst Lokasóknin sem fer að venju yfir síðustu viku í NFL-deildinni en það var að venju mikið um óvænt úrslit, dramatík og svakaleg tilþrif nú þegar styttist í úrslitakeppnina.

Sýn Sport 2

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Manchester United og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport 3

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Arsenal og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport 4

Klukkan 19.10 hefst bein útsending frá leik Chelsea og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport 5

Klukkan 19.10 hefst bein útsending frá leik Nottingham Forest og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport 6

Klukkan 19.20 hefst bein útsending frá leik Burnley og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 12.25 hefst bein útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Klukkan 18.55 hefst bein útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Toronto Maple Leafs og New Jersey Devils í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×