Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 11:02 Heimsmethafinn Armand Duplantis og fótboltastjarnan Aitana Bonmatí þóttu skara fram úr á árinu. Samsett/Getty Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið íþróttafólk ársins sem að þessu sinni kemur úr frjálsum íþróttum og fótbolta. Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar. Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Sjá meira
Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar.
Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Sjá meira