Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. desember 2025 13:30 Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar