Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Agnar Már Másson skrifar 3. janúar 2026 12:01 Oddvitar flokkanna sem mælast stærstir: Hildur Björnsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun. Vísir hefur hluta af niðurstöðum úr þjóðarpúls Gallup undir höndum en þær hafa enn ekki verið gerðar opinberar. Rúmlega tólfhundruð manns svöruðu könnuninni, sem framkvæmd var í desember. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig 2,2 prósentustigum frá því í nóvember og fylgið situr því í 35,5 prósentum. Viðreisn bætir við sig 1,1 prósentustigi og situr í 9,7 prósenta fylgi. Flokkur fólksins bætir við sig prósentustigi og hefur því 5 prósenta fylgi. Sjá einnig: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samanburður milli niðurstaðna í nóvember og desember. Fylgi Samfylkingarinnar fer niður um 3 stig og situr í 23 prósentustigum. Miðflokkurinn fer niður um 0,8 prósentustig og stendur því í 8,8 prósentum og fylgi Vinstri grænna lækkar um 0,9 prósent. Fylgi Pírata helst óbreytt í 4,4 prósentum og fylgi sósíalista breytist heldur ekki og stendur í prósentum. Núverandi meirihluti er því fallinn þar sem hann mælist aðeins með samtals 10 borgarfulltrúa; sex úr Samfylkingu og einn hver úr Sósíalistaflokknum, Flokki fólksins, Vinstri grænum og Pírötum. Úr könnun Gallúp. Aftur á móti kæmust níu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sem gætu þá myndað hægri meirihluta með tveimur Miðflokksmönnum og tveimur Viðreisnarmönnum. Framsókn nær ekki manni í borgarstjórn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis í öllum aldurshópum, en aðeins prósentsmunur er á milli hans og Samfylkingar í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára. Sjálfstæðisflokkurinn heldur leiðtogaprófkjör í borginni 24. janúar og að svo stöddu hefur núverandi oddviti, Hildur Björnsdóttir, ein sagst sækjast eftir oddvitasætinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og ráðherra, hefur aftur á móti verið orðaður við framboð. Uppfært: Í eldri útgáfu fréttar kom fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefði ekki mælst hærra síðan fyrir hrun en það er ekki rétt, hann mældist til dæmis með 43,1 prósenta fylgi í skoðanakönnun Gallup í febrúar árið 2012. Aftur á móti hefur hann ekki fengið eins góða kosningu síðan fyrir hrun, það mesta árið 2010 (33,61 prósent atkvæða). Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísir hefur hluta af niðurstöðum úr þjóðarpúls Gallup undir höndum en þær hafa enn ekki verið gerðar opinberar. Rúmlega tólfhundruð manns svöruðu könnuninni, sem framkvæmd var í desember. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig 2,2 prósentustigum frá því í nóvember og fylgið situr því í 35,5 prósentum. Viðreisn bætir við sig 1,1 prósentustigi og situr í 9,7 prósenta fylgi. Flokkur fólksins bætir við sig prósentustigi og hefur því 5 prósenta fylgi. Sjá einnig: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samanburður milli niðurstaðna í nóvember og desember. Fylgi Samfylkingarinnar fer niður um 3 stig og situr í 23 prósentustigum. Miðflokkurinn fer niður um 0,8 prósentustig og stendur því í 8,8 prósentum og fylgi Vinstri grænna lækkar um 0,9 prósent. Fylgi Pírata helst óbreytt í 4,4 prósentum og fylgi sósíalista breytist heldur ekki og stendur í prósentum. Núverandi meirihluti er því fallinn þar sem hann mælist aðeins með samtals 10 borgarfulltrúa; sex úr Samfylkingu og einn hver úr Sósíalistaflokknum, Flokki fólksins, Vinstri grænum og Pírötum. Úr könnun Gallúp. Aftur á móti kæmust níu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sem gætu þá myndað hægri meirihluta með tveimur Miðflokksmönnum og tveimur Viðreisnarmönnum. Framsókn nær ekki manni í borgarstjórn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis í öllum aldurshópum, en aðeins prósentsmunur er á milli hans og Samfylkingar í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára. Sjálfstæðisflokkurinn heldur leiðtogaprófkjör í borginni 24. janúar og að svo stöddu hefur núverandi oddviti, Hildur Björnsdóttir, ein sagst sækjast eftir oddvitasætinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og ráðherra, hefur aftur á móti verið orðaður við framboð. Uppfært: Í eldri útgáfu fréttar kom fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefði ekki mælst hærra síðan fyrir hrun en það er ekki rétt, hann mældist til dæmis með 43,1 prósenta fylgi í skoðanakönnun Gallup í febrúar árið 2012. Aftur á móti hefur hann ekki fengið eins góða kosningu síðan fyrir hrun, það mesta árið 2010 (33,61 prósent atkvæða).
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent